Umsókn um aðild að ESB

Þjóðin klofin í afstöðu til ESB-umsóknar

13.4. 41,6% Íslendinga vilja að Ísland sé umsóknarríki að ESB en 42,5% eru því andvíg. Þetta kemur fram í niðurstöðu viðhorfskönnuna sem MMR gerði fyrir þjóðmálafélagið Andríki. Meira »

51% vildi ekki draga umsókn til baka

7.4. Um 39% þeirra sem taka afstöðu í Þjóðarpúlsi Gallup eru hlynnt því að draga til baka umsóknaraðild Íslands að Evrópusambandinu en 51% er andvígt því. Meira »

Sannar annars „drottnunargirni“ ESB

21.3. „Mái ESB ekki Ísland af skrá sinni um umsóknarríki sannar tregðan til þess aðeins drottnunargirni valdamanna ESB í Brussel og svik þeirra við fyrri yfirlýsingar um að það sé á valdi íslenskra stjórnvalda að ákveða stöðu lýðveldisins Íslands gagnvart Evrópusambandinu – annaðhvort eru ríki umsóknarríki eða ekki, Ísland er það ekki.“ Meira »

Ísland enn á lista yfir umsóknarríki

18.3. Evrópusambandið hefur ekki tekið Ísland af lista sínum yfir umsóknarríki ef marka má vefsíður sambandsins. Þar er Ísland enn skráð eins og áður. Meira »

Þjóðin fái að segja sitt álit

18.3. Miðstjórn ASÍ vill að landsmenn fái að segja sitt álit á því hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði framhaldið með þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún segir nýjasta útspil utanríkisráðherra með slíkum ólíkindum að undru sæti. Meira »

Skiptir sér ekki af umræðunni

17.3. „Ég tel að þetta sé eitthvað sem Ísland verði að ákveða innanlands. Evrópusambandið getur skipt sér af stjórnmálaumræðunni í landinu,“ sagði Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands sem fer með fosætið innan sambandsins, á blaðamannafundi í Brussel í dag. Meira »

Geta ekki tekið bréfið alvarlega

17.3. Ríkisstjórn Íslands sýndi það í verki að það þyrfti aðra þingsályktun til þess að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þar sem ríkisstjórnin lagði fram tillögu þess efnis fyrr á kjörtímabilinu. Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, á þingfundi í dag en á fundinum voru Evrópumál til umræðu. Meira »

Samráð óþarft vegna bréfsins

17.3. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir afturköllun umsóknar Íslands að Evrópusambandinu, vera byggða á mjög traustum stjórnskipulegum grunni. Hann segir stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa verið ljósa og að ríkisstjórnarflokkarnir hafi fengið skýrt brautargengi í síðustu kosningum. Meira »

Engar nýjar upplýsingar

17.3. „Ég met það nú ekki svo að það hafi komið fram neinar nýjar upplýsingar, sem ekki hafa komið fram í opinberri umræðu áður,“ segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Meira »

Dragi bréfið til baka

16.3. Þingflokksformaður Samfylkingar, Helgi Hjörvar, sagði í dag að krafa stjórnarandstöðunnar væri að bréf ríkisstjórnarinnar til ESB um að Ísland væri ekki lengur skilgreint sem umsóknarríki að sambandinu yrði dregið til baka enda hefði það enga þýðingu. Umsókn landsins væri enn í fullu gildi. Meira »

Mótmæla framkomu stjórnarinnar

16.3. Hópur fólks mótmælir nú framkomu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum á Austurvelli. Um 1.700 manns höfðu boðað komu sína á Facebook-síðu mótmælanna. Ríkisstjórnin er sögð sýna Alþingi og þjóðinni óvirðingu og dónaskap. Meira »

„Fólk ætlar að vera með læti“

16.3. Lögregluþjónar setja nú upp lokanir fyrir framan Alþingishúsið vegna mótmæla sem munu fara þar fram klukkan 17 í dag. Rúmlega 1.600 manns hafa boðað komu sína, en þetta er í þriðja sinn sem fólk kemur saman til að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að slíta endanlega aðildarviðræðum við ESB. Meira »

Ríkisstjórnin einhuga um ákvörðunina

16.3. Ríkisstjórnin var einhuga um þá ákvörðun að tilkynna Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að sambandinu.  Meira »

Gagnrýndu fundarleysi fyrir helgi

16.3. Þingmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega við upphaf þingfundar á Alþingi í dag að forseti þingsins hafi ekki orðið við ósk um þingfund á föstudaginn um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að óska eftir því við ESB að Íslandi yrði ekki lengur á lista sambandsins yfir umsóknarríki. Meira »

VÍ: Staða aðildarumsóknar óbreytt

16.3. Viðskiptaráð Íslands segir að staða aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu sé sú sama og verið hefur frá því ný ríkisstjórn tók við völdum, þrátt fyrir að utanríkisráðherra hafi birt tilkynningu þess efnis að Ísland væri ekki lengur í hópi umsóknarríkja ESB. Meira »

Fækkar sem vilja þjóðaratkvæði

8.4. Færri vilja halda í umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Gallup sem birt var í gær en í hliðstæðri könnun sem gerð var af fyrirtækinu í febrúar fyrir samtökin Já Ísland sem styðja inngöngu í sambandið. Meira »

„Herra forseti, ég skil ekkert“

24.3. „Herra forseti, ég skil ekkert, í svona dagskrárgerð,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. „Hvaða mál eru svo brýn að það sé ekki hægt að setja þetta mál á dagskrá?“ Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB var til umræðu. Meira »

Vildi þjóðaratkvæði um ESB

19.3. „Ég er þeirrar skoðunar að rétt sé að spyrja þjóðina um hvort halda eigi áfram viðræðum við Evrópusambandið. Það eru skiptar skoðanir um málið, eins og kannanir hafa leitt í ljós,“ segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Móttakandinn skilur ekkert í bréfinu

18.3. „Þegar móttakandi bréfs skilur hvorki upp né niður í því og þegar sendandinn sjálfur veit ekki hvað í því stendur þá er löngu tímabært að draga bréfið til baka,“ sagði Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag Meira »

Vilja að þjóðin fái að kjósa

18.3. Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir: Píratar, Björt framtíð, Samfylkingin og Vinstri hreyfingin - grænt framboð, hyggjast flytja tillögu á Alþingi um að þjóðin fái að kjósa um hvort þráðurinn verði tekinn upp að nýju í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Meira »

Viljinn ekki til staðar

17.3. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir tvennt þurfa að vera til staðar eigi að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Annars vegar vilja meirihluta þjóðarinnar, og hins vegar pólitískan vilja ríkisstjórnarinnar. Hann telur að hvorugt sé til staðar á Íslandi í dag. Meira »

Andstaðan þorði ekki að kjósa

17.3. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra spurði á þingfundi í dag hversu oft Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefði farið upp í ræðustól þegar ríkisstjórnin lagði fram þingsályktunartillögu fyrr á kjörtímabilinu um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Meira »

Óljós staða ESB-umsóknar

17.3. Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd Alþingis, segir óljóst eftir fund nefndarinnar í morgun hvort aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hafi formlega verið slitið með bréfi Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, til fullrúa Evrópusambandsins. Meira »

Tíst um Ísland og ESB

16.3. Fréttir um að ríkisstjórnin hefði tekið ákvörðun um að Ísland yrði ekki lengur umsóknarríki að Evrópusambandinu vöktu mikla athygli erlendra fjölmiðla og voru fjölmargar fréttir ritaðar af því tilefni. En fréttir af því kölluðu ekki síður á viðbrögð á samfélagsmiðlum eins og Twitter og hafa margir orðið til að tjá sig um málið á þeim vettvangi. Hér eru nokkur dæmi. Meira »

Dauðadæmt án pólitísks vilja

16.3. „Það er ekki hægt að eiga í efnislegum viðræðum við Evrópusambandið ef hugur fylgir ekki máli. Hafi menn ekki þingmeirihluta traustan að baki sér, hafi menn ekki ráðherra í ráðherrastólum sem ætla að vinna að framgangi málsins þá er þetta fyrirfram dauðadæmt.“ Meira »

Reginmunur á bréfinu og tillögunni

16.3. Reginmunur er á bréfi ríkisstjórnarinnar til Evrópusambandsins um að umsóknarferlinu að sambandinu verði ekki haldið áfram og Ísland sé ekki lengur umsóknarríki og þingsályktunartillögu utanríkisráðherra sem lögð var fram á Alþingi fyrir ári um að umsóknin yrði kölluð til baka. Meira »

„Stappar nærri landráðum“

16.3. Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, sagði í umræðum á Alþingi í dag það stappaði nærri landráðum að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hafi átt í viðræðum við Evrópusambandið um orðalag á bréfinu sem ríkisstjórnin sendi sambandinu þar sem farið var fram á að Ísland væri tekið af lista yfir umsóknarríki. Meira »

Töldu tillöguna heldur ekki bindandi

16.3. Ríkisstjórnin er ekki bundin af þingsályktunartillögu Alþingis frá 2009 um að sótt yrði um inngöngu í Evrópusambandið. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Meira »

„Gunnar Bragi fullkomlega úti að aka“

16.3. „Við munum hafa stöðugt samband áfram við alla sem við höfum aðgang að innan Evrópusambandsins til þess að koma réttum staðreyndum á framfæri. Það er lýðræðisleg skylda okkar,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Stjórnarandstaðan með rangfærslur

16.3. Stjórnarandstaðan, fulltrúar minnihlutans á Alþingi, hafa fundið hjá sér hvöt til að senda forystu Evrópusambandsins bréf þar sem staða aðildarumsóknar á Alþingi er skrumskæld á ýmsa vegu. Nauðsynlegt er að gera athugasemd við verstu rangfærslurnar, segir í aðsendri grein utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar í Morgunblaðinu í dag. Meira »