Umsókn um aðild að ESB

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.

Einfaldast að sækjast ekki eftir aðild?

8.4. Merkilegast við umræður um Evrópusambandið er að helst sé talið mæla með aðild að sambandinu að fræðimenn telji mögulegt að komast undan sem flestum reglum, lögum og kvöðum sem fylgja henni. Meira »

Félagslega hliðin fjarverandi

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
8.4. „Hvorug skýrsla tekur í raun og veru á samfélagsþróun innan Evrópusambandsins, hvorug skýrsla tekur á hinum félagslegu og pólitísku þáttum. Í hvorugri skýrslunni er fjallað um stærsta viðfangsefni samtímans út frá Íslandi og Evrópusambandinu sem eru umhverfismálin og loftlagsmálin.“ Meira »

Mikill þrýstingur á þingmenn VG

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
8.4. Gríðarmikill pólitískur þrýstingur var af hálfu Samfylkingarinnar að sótt yrði um aðild að Evrópusambandsins í aðdraganda þess að samþykkt var á Alþingi sumarið 2009 að sækja um slíka aðild. Þá var einnig mikill þrýstingur á þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Meira »

Skýrsla óþekkta embættismannsins

Vigdís Hauksdóttir, formaður Heimssýnar.
7.4. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður og formaður Heimssýnar, gagnrýnir skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ um ESB-viðræðurnar, segir hálfsannleik koma þar fram og í raun sé þetta „skýrsla óþekkta embættismannsins“ þar sem vitnað sé í nafnlausa embættismenn ESB og tveggja manna tal. Meira »

Verði rætt í utanríkismálanefnd

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
7.4. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ m.a. leiða skýrt í ljós að minni vinna hafi verið eftir í viðræðunum við ESB en gefið hafi verið í skyn áður í umræðunni. Hún vill að skýrslan verði rædd í utanríkismálanefnd. Meira »

Staðfestir margt sem áður lá fyrir

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
7.4. „Ég fagna því bara að skýrslan sé komin út. Það hafa margir beðið eftir henni,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í samtali við mbl.is vegna skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Meira »

Klára þarf samningaferlið

Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já Ísland og fv. framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
7.4. Formaður samtakanna Já Ísland, sem berst fyrir inngöngu í ESB, segir skýrslu Alþjóðamálastofnunar gagnlega fyrir umræðuna. Hún leiði í ljós að ekki sé hægt að komast að endanlegum sannleik um hvernig aðild Íslands að ESB gæti litið út nema að klára samningaferlið. Meira »

Auðvelda upplýsta ákvörðun

Frá fundinum.
7.4. „Ég tel að þessar skýrslur sem núna eru komnar fram auðveldi það að við náum almennilegri upplýstri niðurstöðu um það hvað okkur finnst um þetta. Þannig að auðvitað er þetta allt saman lóð á vogarskálarnar og bætist við.“ Meira »

Makríllinn stöðvaði rýniskýrsluna

7.4. Viðræður um sjávarútvegsmál í viðræðum um inngöngu í Evrópusambandið komust aldrei af stað vegna makríldeilunnar. Deilan varð að stórpólitísku deilumáli á vettvangi sambandsins og kom í veg fyrir að hægt var að leggja fram rýniskýrslu þess um sjávarútvegsmál. Meira »

Höfðu þegar náð fram sérlausnum

7.4. Ef rýnt er í stöðuna í samningum um einstaka kafla sem ekki var búið að loka í viðræðum við aðild að ESB, er ljóst að Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum, undanþágum og/eða aðlögunarfrestum í aðildarviðræðunum. Meira »

Stefna að nánara samstarfi vegna EES

Vidar Helgesen, Evrópumálaráðherra Noregs, og Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
26.3. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Vidar Helgesen, Evrópumálaráðherra Noregs, funduðu í Reykjavík í dag. Fram kemur í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að ráðherrarnir hafi sammælst um að styrkja samvinnu ríkjanna enn frekar í málefnum Evrópska efnahagssvæðisins. Meira »

Þvert á sjávarútvegsstefnu ESB

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
25.3. Ríki geta ekki staðið fyrir utan sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins gangi þau í sambandið. Þetta kom fram í svari Thomas Hagleitners, fulltrúar stækkunardeildar Evrópusambandsins, við fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Vilja ljúka aðildarviðræðum að ESB

Frá Hafnarfirði.
20.3. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á fundi bæjarstjórnar áskorun til Alþingis um að tryggja aðkomu þjóðarinnar um framhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu. Meira »

Meirihlutinn vill þjóðaratkvæði

Borgarstjórn Reykjavíkur.
18.3. Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á Alþingi að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Meira »

Baráttan snýst um þjóðarhag

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, flutti setningarræðu á flokkstjórnarfundinum.
15.3. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, leggur til að tillaga ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu í óbreyttri mynd verði lögð til hliðar, lagður verði grunnur að alvöru greiningu á hagsmunum þjóðarinnar og síðan gangi landsmenn til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Meira »
Bjarni Benediktsson og Árni Páll Árnason.

„Vitum hvað Evrópusambandið er“

8.4. „Menn segja að við vitum ekki hvað Evrópusambandið er án viðræðna. Auðvitað vitum við hvað Evrópusambandið er. Það er birt í lögum, það er birt í sáttmálum. Við vitum nákvæmlega hvað Evrópusambandið er,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í dag. Meira »

Smám saman að sambandsríki

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
8.4. Ekki er hægt að færa fyrir því nokkur einustu gild rök að einhver ávinningur væri af því fyrir Íslendinga að gangast undir sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og deila þar með ákvarðanatöku um íslensk sjávarútvegsmál sem þjóðin ræður að öllu leyti í dag. Meira »

Vinnubrögð við skýrsluna gagnrýnd

Skýrsla Alþjóðamálastofnunar var kynnt í gærmorgun
8.4. Skiptar skoðanir eru meðal forystumanna stjórnmálaflokka og félagasamtaka um skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við ESB. Meira »

Verja réttinn til að framfleyta sér

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
7.4. „Hvers vegna mælti háttsettur þingmaður ekki með því á sínum tíma að við myndum fara í fjöldauppsagnir í opinbera geiranum til þess að verja gengið? Hvers vegna mælti hann ekki fyrir því að við segðum upp nokkrum þúsundum íslenskra opinberra starfsmanna til þess að verja gengið?“ Meira »

Væri misráðið að slíta viðræðum

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.
7.4. „Skýrslan skiptir miklu máli og sýnir vel hversu alvarlegt það væri og misráðið að slíta viðræðunum," segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, um skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um ESB-viðræðurnar. Meira »

Össur: Það náðist verulegur árangur

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fv. utanríkisráðherra.
7.4. „Ég er mjög ánægður með þessa skýrslu. Hún segir það skýrt að á þeim 18 mánuðum sem samningaviðræðurnar stóðu yfir hafði náðst verulegur árangur og það er lofsorði lokið á faglegan undirbúning viðræðna," segir Össur Skarphéðinsson, fv. utanríkisráðherra, um skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður Íslands við ESB. Meira »

Öll rök fyrir því að ljúka málinu

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
7.4. „Það er kannski það sem mér finnst standa upp úr og í sjálfu sér undirstrika mikilvægi þess að við klárum þessar aðildarviðræður. Það verða náttúrlega engin svör um þessi álitamál nema við spyrjum spurninganna en fyrst og fremst byrjum á að skilgreina hagsmunina.“ Meira »

Ísland allt skilgreint sem harðbýlt

Skýrsla Alþjóðastofnunar HÍ var kynnt á blaðamannafundi á Grand Hóteli í dag.
7.4. Mögulegt ætti að vera að skilgreina Ísland allt sem harðbýlt svæði ef landið gengi í Evrópusambandið sem þýddi að íslenskur landbúnaður ætti rétt á svokölluðum harðbýlisgreiðslum líkt og samið var um þegar Svíar og Finnar gengu í sambandið. Meira »

Fjármagnshöftin skipta miklu

7.4. Fjármagnshöftin og afnám þeirra myndi skipta miklu í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og ljóst að aðstoð við það af hálfu ESB myndi ekki koma í ljós fyrr en á síðustu metrunum og bara sem hluti af áætlunum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Meira »

Skýrslan kynnt á mánudaginn

4.4. Skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið verður kynnt á fundi á Grand Hótel næstkomandi mánudag 7. apríl. Stofnunin hefur unnið að skýrslunni undanfarna mánuði fyrir Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda og Viðskiptaráð Íslands. Meira »

Ýta málinu fram yfir kosningar

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Alþingi
26.3. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir ríkisstjórnina ætla að ýta tillögu núverandi utanríkisráðherra um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu fram yfir sveitarstjórnarkosningar. Hann segir þvert á móti æskilegt að klára málið fyrir kosningar og þá helst með því að draga tillöguna til baka. Meira »

Mótmæltu á Austurvelli

Mótmælt var á Austurvelli í dag. Myndin er úr safni.
22.3. Talið er að um tvö þúsund manns hafi mótmælt áformum ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum á mótmælafundi á Austurvelli klukkan þrjú í dag. Meira »

Felldu tillögu um áskorun til Alþingis

Selfoss.
19.3. Bæjarstjórn Árborgar felldi í dag tillögu sem lögð var fram um áskorun til Alþingis um að taka til baka þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Tillagan var felld með 6 atkvæðum gegn 2. Meira »

Rúmlega 51 þúsund undirskriftir

17.3. Rúmlega 51 þúsund hafa skrifað undir áskorun á thjod.is til stjórnvalda um að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. Meira »

„Ákallið hærra en ég átti von á“ myndskeið

140314-bjarniesb-thjodatkv.
14.3. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ákallið eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna að Evrópusambandinu hafa verið hærra en hann átti von á í ljósi þess að ekki er stuðningur við aðild hvorki á þingi né hjá þjóðinni. Stjórnvöldum beri að hlusta og vinna með stöðuna á þingi. Meira »
[ Fyrri síða | Næsta síða » ]