Umsókn um aðild að ESB

Fær aftur sömu stöðu og Noregur

23.6. Tekin hefur verið ákvörðun af ráðherraráði Evrópusambandsins um að Íslandi verði ekki lengur boðið að taka afstöðu með sameiginlegri stefnu sambandsins í öryggis- og varnarmálum sem umsóknarríki. Meira »

Ísland fjarlægt smám saman

2.6. Taka mun einhvern tíma að fjarlægja Ísland af öllum vefsíðum Evrópusambandsins þar sem fjallað er um umsóknarríki að sambandinu. Þetta segir Klemens Ólafur Þrastarson, upplýsingafulltrúi sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi, í samtali við mbl.is. Meira »

Telur Ísland enn umsóknarríki

1.6. „Ég lít svo á að Ísland sé umsóknarríki. Það var Alþingi sem ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu og mér finnst það fullkomlega út í hött að utanríkisráðherra skuli halda að það sé hægt að slíta viðræðunum með þessum hætti.“ Meira »

Ísland af lista yfir umsóknarríki

29.5. Evrópusambandið hefur tekið Ísland af lista sínum yfir umsóknarríki að sambandinu samkvæmt vefsíðu þess. Þar er Ísland ekki lengur á meðal þeirra ríkja sem sótt hafa um inngöngu í Evrópusambandið. Meira »

Segir Skagafjörð „Sikiley Íslands“

15.5. „Skagafjörður er Sikiley Íslands,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, á Facebook-síðu sinni en tilefnið er umfjöllun á fréttavefnum Stundin þar sem gert er að því skóna að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hætta umsóknarferlinu að Evrópusambandinu snúist ekki síst um hagsmuni Kaupfélags Skagfirðinga og íbúa Skagafjarðar. Meira »

Virða afstöðu stjórnarinnar

11.5. Þýsk stjórnvöld harma að Ísland vilji ekki taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu á ný, en virða um leið afstöðu íslenskra stjórnvalda, segir Michael Roth, Evrópumálaráðherra Þýskalands. Meira »

Umsóknin ekki verið afturkölluð

30.4. Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar - Hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, segir Ísland enn hafa stöðu umsóknarríkis að ESB. „Umsóknin hefur ekki verið afturkölluð,“ segir hann í samtali við mbl.is, um ný myndskeið samtakanna Nei við ESB. Meira »

Fundað einu sinni í stað tvisvar

29.4. Sameiginleg þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins fundur í dag í Evrópuþinginu í Strassborg þar sem meðal annars verður fjallað um samskipti Íslands og sambandsins, viðbrögð við fjármálakreppunni, ástandið í Úkraínu og fríverslunarviðræður ESB og Bandaríkjanna. Meira »

Bréfið til Gunnars Braga komið á vefinn

27.4. Bréfið sem Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, formennskuríkis ESB, sendi til Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra hefur verið gert opinbert á vef ráðherraráðs Evrópusambandsins. Stækkunardeild ESB vill ekki tjá sig um málið. Meira »

Fækkar sem vilja þjóðaratkvæði

8.4. Færri vilja halda í umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Gallup sem birt var í gær en í hliðstæðri könnun sem gerð var af fyrirtækinu í febrúar fyrir samtökin Já Ísland sem styðja inngöngu í sambandið. Meira »

„Herra forseti, ég skil ekkert“

24.3. „Herra forseti, ég skil ekkert, í svona dagskrárgerð,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. „Hvaða mál eru svo brýn að það sé ekki hægt að setja þetta mál á dagskrá?“ Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB var til umræðu. Meira »

Vildi þjóðaratkvæði um ESB

19.3. „Ég er þeirrar skoðunar að rétt sé að spyrja þjóðina um hvort halda eigi áfram viðræðum við Evrópusambandið. Það eru skiptar skoðanir um málið, eins og kannanir hafa leitt í ljós,“ segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Móttakandinn skilur ekkert í bréfinu

18.3. „Þegar móttakandi bréfs skilur hvorki upp né niður í því og þegar sendandinn sjálfur veit ekki hvað í því stendur þá er löngu tímabært að draga bréfið til baka,“ sagði Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag Meira »

Vilja að þjóðin fái að kjósa

18.3. Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir: Píratar, Björt framtíð, Samfylkingin og Vinstri hreyfingin - grænt framboð, hyggjast flytja tillögu á Alþingi um að þjóðin fái að kjósa um hvort þráðurinn verði tekinn upp að nýju í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Meira »

Viljinn ekki til staðar

17.3. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir tvennt þurfa að vera til staðar eigi að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Annars vegar vilja meirihluta þjóðarinnar, og hins vegar pólitískan vilja ríkisstjórnarinnar. Hann telur að hvorugt sé til staðar á Íslandi í dag. Meira »

Füle svaraði bréfinu

3.6. Meðal þess sem fram kom í skriflegu svari Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Brynhildi Pétursdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar, í lok apríl, þar sem spurt var um kröfur Evrópusambandsins um að íslensk stjórnvöld skýrðu stöðu aðildarviðræðna, að þáverandi stækkunarstjóri sambandsins, Štefan Füle, hafi ekki svarað bréfi frá utanríkisráðuneytinu í september 2013. Meira »

Fagnar ákvörðun Evrópusambandsins

1.6. „Ég fagna því að ESB hafi loksins ákveðið að taka tillit til óska okkar sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis og taka okkur af sínum listum yfir umsóknarríki,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is Meira »

„Þrefað áfram um þetta dauða mál“

1.6. „Sótt var um á röngum forsendum án raunverulegs pólitísks vilja til aðildar og innan ESB var ekki heldur neinn pólitískur áhugi á málinu. Nú er þrefað áfram um þetta dauða mál vegna formsatriða og stofnað til deilna innan flokka og milli flokka.“ Meira »

Vill vita hvenær Evrópustofu verður lokað

27.5. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingis þar sem óskað er eftir svörum frá utanríkisráðherra um hvenær Evrópustofu verði formlega lokað og starfsemi hennar lögð niður. Meira »

Fleiri umsagnir með þjóðaratkvæði

15.5. Fyrr á þessu ári lögðu formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Frestur til að skila inn umsögnum við þá tillögu er nú liðinn og bárust alls átta formlegar athugasemdir. Meira »

Evrópustofu hugsanlega lokað

4.5. Evrópusambandið hefur engin áform um að bjóða út rekstur Evrópustofu á nýjan leik en núverandi samningur um rekstur hennar rennur út í lok ágúst á þessu ári. Þetta kemur fram í svari frá stækkunardeild sambandsins við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Leitar liðsinnis innan ESB

30.4. „Ég vil biðja ykkur um að þrýsta á framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að líta áfram á Ísland sem umsóknarríki að sambandinu.“ Þetta er haft eftir Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, á Twitter-síðu þingflokks Jafnaðarmanna og demókrata á Evrópuþinginu. Meira »

„Málinu lokið af hálfu ESB“

27.4. „Ég tel að Evrópusambandið sé að bregðast hárrétt við bréfi okkar. Eins og kemur fram í svarbréfinu þá taka þeir mið af stefnu ríkisstjórnarinnar, það er alveg skýrt, og ætli sér að fara í gegnum sína ferla. Það þýðir ekkert annað að mínu mati en að þeir ætli að bregðast við óskum okkar.“ Meira »

Þjóðin klofin í afstöðu til ESB-umsóknar

13.4. 41,6% Íslendinga vilja að Ísland sé umsóknarríki að ESB en 42,5% eru því andvíg. Þetta kemur fram í niðurstöðu viðhorfskönnuna sem MMR gerði fyrir þjóðmálafélagið Andríki. Meira »

51% vildi ekki draga umsókn til baka

7.4. Um 39% þeirra sem taka afstöðu í Þjóðarpúlsi Gallup eru hlynnt því að draga til baka umsóknaraðild Íslands að Evrópusambandinu en 51% er andvígt því. Meira »

Sannar annars „drottnunargirni“ ESB

21.3. „Mái ESB ekki Ísland af skrá sinni um umsóknarríki sannar tregðan til þess aðeins drottnunargirni valdamanna ESB í Brussel og svik þeirra við fyrri yfirlýsingar um að það sé á valdi íslenskra stjórnvalda að ákveða stöðu lýðveldisins Íslands gagnvart Evrópusambandinu – annaðhvort eru ríki umsóknarríki eða ekki, Ísland er það ekki.“ Meira »

Ísland enn á lista yfir umsóknarríki

18.3. Evrópusambandið hefur ekki tekið Ísland af lista sínum yfir umsóknarríki ef marka má vefsíður sambandsins. Þar er Ísland enn skráð eins og áður. Meira »

Þjóðin fái að segja sitt álit

18.3. Miðstjórn ASÍ vill að landsmenn fái að segja sitt álit á því hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði framhaldið með þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún segir nýjasta útspil utanríkisráðherra með slíkum ólíkindum að undru sæti. Meira »

Skiptir sér ekki af umræðunni

17.3. „Ég tel að þetta sé eitthvað sem Ísland verði að ákveða innanlands. Evrópusambandið getur skipt sér af stjórnmálaumræðunni í landinu,“ sagði Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands sem fer með fosætið innan sambandsins, á blaðamannafundi í Brussel í dag. Meira »

Geta ekki tekið bréfið alvarlega

17.3. Ríkisstjórn Íslands sýndi það í verki að það þyrfti aðra þingsályktun til þess að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þar sem ríkisstjórnin lagði fram tillögu þess efnis fyrr á kjörtímabilinu. Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, á þingfundi í dag en á fundinum voru Evrópumál til umræðu. Meira »