Umsókn um aðild að ESB

Framtíð Evrópustofu óljós

17.12. Engin áform eru uppi hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að reka Evrópustofu, upplýsingamiðstöð sambandsins hér á landi, áfram eftir að samningur um rekstur hennar rennur út í sumar. Meira »

Íslendingar mikilvæg samstarfsþjóð

8.10. Hlé hefur verið á viðræðum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið frá því í maí 2013 í kjölfar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stækkunardeildar ESB um stöðu viðræðna við umsóknarríki að sambandinu. Meira »

Bjarni: Þurfum ekki aðild að ESB

23.9. Engin þörf er fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í viðtali við sjónvarpsstöðina CNBC í morgun. Ráðherrann var spurðir að því hvort næsta skref fyrir landið væri ekki innganga í sambandið og upptaka evru. Meira »

Viðræðum haldið áfram við umsóknarríki

10.9. Nýr stækkunarstjóri Evrópusambandsins mun leggja áherslu á að halda viðræðum við umsóknrríki að ESB áfram án þess þó að þeim verði veitt aðild næstu fimm árin. Þetta kom fram við kynningu á nýrri framkvæmdastjórn ESB í Brussel í dag. Þannig var yfirlýsing forseta framkvæmdastjórnarinnar frá því í júlí staðfest. Meira »

Vill áframhaldandi stækkun ESB

3.9. Verðandi utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Federica Mogherini, lýsti því yfir í gær á fundi með utanríkismálanefnd Evrópuþingsins að hún væri hlynnt því að áfram yrði lögð áhersla á stækkun sambandsins. Meira »

Meirihlutinn jákvæður fyrir evrunni

26.8. Meirihluti íbúa ríkja Evrópusambandsins er hlynntur tilvist myndbandalags sambandsins og evrunnar samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var fyrir framkvæmdastjórn þess. Meira »

Fleiri vilja evrópskt sambandsríki

25.8. 41% íbúa ríkja Evrópusambandsins vill að sambandið breytist í sambandsríki, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrir framkvæmdastjórn þess. 34% eru því hins vegar andvíg. Talsvert skiptar skoðanir eru þó á því eftir ríkjum. Meira »

Vilja ekki frekari stækkun ESB

25.8. Tæpur helmingur íbúa ríkja Evrópusambandsins er andvígur frekari stækkun þess í fyrirsjáanlegri framtíð samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrir framkvæmdastjórn sambandsins eða 49%. Meira »

Allir starfsmenn Evrópustofu hættir

22.8. Ekki náðust samningar í sumar um áframhaldandi aðkomu almannatengslafyrirtækisins Athygli að rekstri Evrópustofu hér á landi og lauk henni því 28. júlí síðastliðinn. Þetta staðfestir Sigurður Sverrisson, framkvæmdastjóri Athygli, í samtali við mbl.is. Meira »

„Dugar ekki að bíða eftir því sem ekki kemur“

16.7. „Ljóst er að yfirlýsing Junkers er áfall fyrir JÁ Ísland samtökin og aðra Evrópusambandssinna því hún endanlega klárar Evrópudraum þeirra, það sem meira er að finna þarf annan tilverurétt fyrir nýjan stjornmálaflokk sem vitað að er í pípunum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. Meira »

ESB stækki ekki næstu fimm árin

15.7. Fleiri ríki fá ekki inngöngu í Evrópusambandið næstu fimm árin. Þetta er meðal þess sem fram kom í ræðu sem Jean-Claude Juncker, verðandi forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, flutti í dag í Evrópuþinginu þar sem hann lýsti fyrirhuguðum áherslum í forsetatíð sinni. Meira »

Færir áhersluna til hægri

4.6. Fyrirhuguð stofnun nýs hægriflokks hlynntum inngöngu í Evrópusambandið væri til hagsbóta fyrir hægrimenn á Íslandi. Þetta segist Elliði Vignisson, oddviti sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, vera sannfærður um á Facebook-síðu sinni í dag. Meira »

Ný ESB-tillaga kemur til greina

18.5. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir forystumenn ríkisstjórnarinnar munu velta framhaldi ESB-málanna fyrir sér í sumar og þá hvort jafnvel beri að leggja fram aðra þingsalyktunartillögu um framhald málsins. Gunnar Bragi lagði í febrúar fram tillögu um að draga ESB-umsóknina til baka. Meira »

ESB-málið stjórnarflokkunum „dýrkeypt“

17.5. Ritstjórar Evrópuvaktarinnar birta í dag báðir harðorða pistla um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og afdrif þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Ástæðan er viðtal sem birtist í Morgunblaðinu. Meira »

Vont að berjast á tvennum vígstöðvum

12.5. „Það hefur lengi reynzt erfitt að berjast á tvennum vígstöðvum,“ segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vefnum Evrópuvaktinni í dag en tilefnið er að þingsályktunartillaga um að draga til baka umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið verður ekki afgreidd fyrir þinglok. Meira »

Strandaði á sjávarútvegskafla

10.10. Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið (ESB) voru ferð án fyrirheitis eftir mars 2011. Þetta kom fram í erindi Ágústs Þórs Árnasonar, aðjunkts við lagadeild Háskólans á Akureyri, á aðalfundi Heimssýnar í gærkvöldi. Meira »

Bændur stæðu betur innan ESB

8.10. Ýmislegt bendir til þess að landbúnaðurinn þurfi í vaxtandi mæli að sæta evrópskum reglum og þola fulla samkeppni utan frá sökum þess að Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. En bændur eiga að sama skapi ekki sama aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins þar sem landið stendur fyrir utan ESB. Meira »

Stefnt að afturköllun umsóknarinnar

10.9. Fram kemur í málaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur að þingsályktunartillaga um að draga til baka umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið verði lögð fram. Meira »

Meirihluti andvígur aðild að ESB

4.9. Meirihluti Íslendinga er andvígur aðild að Evrópusambandinu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent gerði fyrir samtökin Já Ísland sem hlynnt eru aðild að sambandinu. Meira »

Dóra nýr framkvæmdastjóri Evrópustofu

2.9. Dóra Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Evrópustofu en hún starfaði áður sem almannatengill hennar og viðburðastjóri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stofunni. Meira »

Starfsemin væntanlega svipuð áfram

26.8. Starfsemi Evrópustofu verður væntanlega með svipuðum hætti og hingað til þrátt fyrir þær breytingar sem orðið hafa á rekstrarfyrirkomulagi hennar. Þó kunna að verða einhverjar áherslubreytingar. Þetta kemur fram í svari frá sendiráði Evrópusambandsins á Íslandi. Meira »

Telja ESB of mikið skrifræðisveldi

25.8. Mikill meirihluti íbúa ríkja Evrópusambandsins, eða 73%, telur að sambandið framleiði of mikið af regluverki. Þar af eru 36% mjög sammála þeirri skoðun og 37% frekar sammála henni. Tólf prósent eru hins vegar frekar ósammála því og 3% mjög ósammála. Meira »

Íslendingar sáttir við lífið og tilveruna

25.8. Ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eru 98% Íslendinga almennt sáttir við lífið og tilveruna. Þar af 59% mjög sátt og 39% frekar sátt. Meira »

Afturköllun til skoðunar

17.7. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að meta þurfi hvað felst í yfirlýsingu Jean-Claude Junckers, verðandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, um fimm ára hlé á stækkun ESB og hvort hún gefi tilefni til að endurflytja tillögu um að draga ESB-umsókn til baka. Meira »

Vonbrigði fyrir hluta þjóðarinnar

16.7. Árni Páll Árnason, alþingismaður Samfylkingarinnar, segir að það yrðu vonbrigði fyrir stóran hluta þjóðarinnar, gangi það eftir sem boðað var á Evrópuþinginu í gær, að fleiri ríki fái ekki inngöngu í bandalagið næstu 5 árin. Eiríkur Bergmann segir þessa afstöðu ESB ekki koma á óvart. Meira »

Evrópustofa verði áfram opin

5.6. Stefnt er að því að Evrópustofa, upplýsingaskrifstofa Evrópusambandsins á Íslandi, verði starfrækt fram á næsta sumar samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjórn sambandsins. Meira »

Evrópuvaktin hættir fréttaskrifum

23.5. Hætt verður fréttaskrifum á vefsíðunni Evrópuvaktinni sem og ritun leiðara frá deginum í dag samkvæmt tilkynningu frá aðstandendum síðunnar. Vefsíðunni hefur verið haldið úti frá því í apríl 2010 af þeim Birni Bjarnasyni, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Styrmi Gunnarssyni, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Meira »

Gæti hafið viðræður fyrirvaralaust

17.5. „Til þess að Íslendingar séu virtir sem sjálfstæður samningsaðili af hálfu þriðju ríkja er óheppilegt að Ísland sé einhvers konar viðhengi við ESB. Einnig er hætt við að erfiðara verði fyrir Íslendinga að gera sjálfstæða viðskiptasamninga við ríki í öðrum heimsálfum, ef það liggur ekki ljóst fyrir hver staða Íslands er gagnvart ESB.“ Meira »

ESB-dyrunum haldið opnum

13.5. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, telur mestar líkur á að umsóknin um aðild að Evrópusambandinu verði áfram á ís, þar til hið pólitíska landslag breytist. Með því sé ESB-dyrunum haldið opnum. Meira »

37,3% vilja ganga í ESB

12.5. 37,3% landsmanna eru hlynntir því að ísland gangi í Evrópusambandið nú, borið saman við 33,5% í apríl.  Meira »