Umsókn um aðild að ESB

Víkja megi frá lágmarksfresti

11:01 Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðsla þess efnis að heimilt verði að víkja frá ákvæðum laganna um þriggja mánaða lágmarksfrest áður en þjóðaratkvæði fer fram ef mögulegt er að það fari fram samhliða almennum kosningum innan þess tíma. Meira »

Vilja þjóðaratkvæði um aðildarviðræður

19.8. Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hvort halda skuli áfram aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Er þá gert ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningum til Aþingis sem boðaðar hafa verið 29. október. Meira »

Evrópusambandinu hafnað í sjö ár

26.7. Meirihluti hefur verið fyrir því að standa utan Evrópusambandsins í öllum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið hér á landi undanfarin sjö ár. Samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunar MMR eru rúm 69% andvíg inngöngu í sambandið sé aðeins miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti. Meira »

Taldi þögn sama og samþykki

10.2. „Fulltrúar utanríkisráðuneytisins sögðu að viðræðunum hafi verið alfarið slitið. Enginn andmælti því,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hún úrskýrir ummæli sem hún lét falla í gær um umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Meira »

Meirihluti andvígur aðild að ESB

1.2. Meirihluti landsmanna er andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir samtökin Já Ísland. Þannig vilja 59,1% standa áfram utan sambandsins en 40,9% eru hlynnt inngöngu í það. Meira »

Láta ósvarað um gildi ESB-umsóknar

4.12. Stækkunardeild Evrópusambandsins lítur svo á að afstaða Íslendinga til aðildar sé innanlandsmál. Því er ekki svarað hvort umsóknin frá árinu 2009 sé mögulega í gildi. Meira »

Ísland lent í greiðsluþroti innan ESB

2.11. Hefði Ísland verið í Evrópusambandinu þegar viðskiptabankarnir þrír féllu haustið 2008 hefði landið getað lent í greiðsluþroti. Þetta er haft eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra á fréttavefnum Politico.eu í dag. Meira »

ESB skoðar næstu skref

27.8.2015 „Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er kunnugt um álit umboðsmanns sambandsins og vinnur að því að meta áhrif þess sem og næstu skref.“ Meira »

Umboðsmaður harðorður í garð ESB

25.8.2015 Umboðsmaður Evrópusambandsins er afar harðorður í áliti sínu um riftun Evrópusambandsins á IPA-samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í kjölfar þess að aðildarviðræðum Íslands við sambandið var frestað 2013. Umboðsmaðurinn fordæmir framgöngu framkvæmdastjórnar ESB í málinu. Meira »

Evrópustofu lokað

17.8.2015 Evrópustofu, upplýsingamiðstöð Evrópusambandsins á Íslandi, verður lokað 1. september. Þetta kemur fram á vefsíðu hennar en samningur um rekstur hennar rennur út í lok ágúst. Meira »

Breytt Ísland á kortum ESB

10.7.2015 Evrópusambandið heldur áfram að fjarlægja Ísland af vefsíðum sínum þar sem fjallað er um umsóknarríki að sambandinu.  Meira »

Sigmundur fundaði með Donald Tusk

10.7.2015 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði í morgun með Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í höfuðstöðvum ráðsins í Brussel. Meira »

Sterkt samband milli Íslands og ESB

9.7.2015 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að jafnvel þó svo að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að Evrópusambandinu, þá sé sambandið á milli landsins og ESB sterkt. Áfram verði byggt á því. Meira »

Fundar með leiðtogum ESB

9.7.2015 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun eiga fundi með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs sambandsins, í Brussel í vikunni. Meira »

Füle svaraði bréfinu

3.6.2015 Meðal þess sem fram kom í skriflegu svari Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Brynhildi Pétursdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar, í lok apríl, þar sem spurt var um kröfur Evrópusambandsins um að íslensk stjórnvöld skýrðu stöðu aðildarviðræðna, að þáverandi stækkunarstjóri sambandsins, Štefan Füle, hafi ekki svarað bréfi frá utanríkisráðuneytinu í september 2013. Meira »

Verður kosið um Evrópusambandið?

26.8. Vandséð er að boðað verði til þjóðaratkvæðis um frekari skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið á næsta kjörtímabili ef miðað er við stefnu flokkanna. Björt framtíð hefur boðað slíka atkvæðagreiðslu samhliða næstu þingkosningum en hvergi er hins vegar kveðið á um það í stefnu flokksins. Meira »

Fari í gegnum þingið og þjóðina

9.8. „Við höfum sagt að það verði ekkert haldið áfram með þetta mál nema með aðkomu þings og þjóðar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í samtali við mbl.is spurð um afstöðu flokks hennar til umsóknar um inngöngu í Evrópusambandið. Meira »

Meirihlutinn vill ekki í ESB

26.7. Meirihluti Íslendinga vill ekki ganga í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR líkt og verið hefur undanfarin ár. Samkvæmt könnuninni eru 55,5% andvíg því að ganga í sambandið en 24,7% hlynnt því. Meira »

„Þráðurinn er rofinn“

9.2. „Við erum komin á byrjunarreit í aðildarviðræðum við EU. Ef þjóðin í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu ákveður að fara í aðildarviðræður, þá þýðir það að við erum algerlega komin á upphafsreit. Þráðurinn er rofinn.“ Meira »

Afstaða ESB sætir furðu

5.12. Forysta ESB hefur fengið skýr skilaboð frá Íslendingum um að umsókn um aðild að bandalaginu hefur verið dregin til baka.  Meira »

„Hvað gerir Gunnar Bragi núna?“

26.11. „Hvað gerir Gunnar Bragi núna þegar sendiherrann gefur til kynna að hann og forsætisráðherra séu ómerkingar? Báðir hafa sagt umsóknina afturkallaða,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni. Meira »

Fleiri á móti í sex ár

30.8.2015 Fleiri hafa verið andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en hlynntir samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið hér á landi undanfarin sex ár óháð því hvaða fyrirtæki hefur framkvæmt kannanirnar. Meira »

ESB braut gegn samningnum

27.8.2015 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins bar að halda áfram fjármögnun verkefna á Íslandi í gegnum svonefnda IPA-styrki sem þegar voru hafin í samræmi við samninga þar um þrátt fyrir að ríkisstjórn Íslands hafi árið 2013 gert hlé á umsóknarferlinu að sambandinu. Meira »

Meirihlutinn vill ekki í ESB

17.8.2015 Meirihluti landsmanna er andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, dagana 16.-27. júlí. Meira »

Fríverslun og sjálfstæði góð blanda

10.7.2015 „Er mögulegt að vera hluti af innri markaði Evrópusambandsins en ekki pólitískum samruna þess? Svo sannarlega. Sú er nákvæmlega staða landa okkar í dag. Og vitiði hvað? Það hefur gengið nokkuð vel.“ Meira »

Virða ákvarðanir stjórnvalda

10.7.2015 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að forvígismenn Evrópusambandsins hafi góðan skilning á afstöðu íslenskra stjórnvalda og virði að fullu þær ákvarðanir sem stjórnvöld hér á landi hafa tekið. Meira »

Hefði reynst Íslandi dýrt

10.7.2015 Ísland væri að öllum líkindum búið að greiða nokkra tugi milljarða í neyðarlán til Grikklands, hefði landið verið eitt aðildarríkja ESB. Meira »

Horfa til framtíðar í Brussel

9.7.2015 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og leiðtogar Evrópusambandsins munu horfa fram á veginn á fundum sínum í Brussel í dag og á morgun og ræða hvernig samtarfi Íslands og sambandsins verði háttað héðan í frá. Meira »

Fær aftur sömu stöðu og Noregur

23.6.2015 Tekin hefur verið ákvörðun af ráðherraráði Evrópusambandsins um að Íslandi verði ekki lengur boðið að taka afstöðu með sameiginlegri stefnu sambandsins í öryggis- og varnarmálum sem umsóknarríki. Meira »

Ísland fjarlægt smám saman

2.6.2015 Taka mun einhvern tíma að fjarlægja Ísland af öllum vefsíðum Evrópusambandsins þar sem fjallað er um umsóknarríki að sambandinu. Þetta segir Klemens Ólafur Þrastarson, upplýsingafulltrúi sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi, í samtali við mbl.is. Meira »