Margir að komast í þrot

Hjálparsamtök undirbúa nú jólaúthlutun en margir öryrkjar og eldri borgarar …
Hjálparsamtök undirbúa nú jólaúthlutun en margir öryrkjar og eldri borgarar eru meðal skjólstæðinga þeirra. mbl.is/Ómar

Það hefur aukist mikið að fólk leiti til Öryrkjabandalagsins vegna þess að það nær ekki endum saman, það hefur tæmt alla sjóði og er jafnvel að missa húsnæðið.

Þetta segir Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalagsins, en fram hefur komið í fjölmiðlum að margir öryrkjar og eldri borgarar eru meðal skjólstæðinga hjálparsamtaka.

„Lífeyririnn dugar ekki fyrir framfærslu. Á sama tíma og vöruverð hækkar um 50% standa lífeyrisgreiðslur að mestu leyti í stað,“ segir Guðmundur. Hann segir Öryrkjabandalagið hafa orðið vart við að þeim hafi fjölgað mikið sem hafa ekki lengur efni á að borga af húsnæði sínu og segir hann að umsóknum hjá hússjóði bandalagsins hafi fjölgað mikið.

„Kreppan er virkilega að koma fram núna,“ segir Guðmundur í Morgunblaðinu í dag en illa staddir lífeyrisþegar skipti sennilega þúsundum. Hann gagnrýnir að á sama tíma og bætur hafi verið skertar hafi viðmiðunartölur staðið í stað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert