Rammaáætlun rædd eftir helgi

Frá Alþingi
Frá Alþingi mbl.is/Golli

Þingflokkar sammældust nú fyrir skömmu að fresta annarri umræðu um rammaáætlun þar til á mánudag. Jafnframt var ákveðið að nefndir muni koma saman um helgina og ræða saman. 

Samkvæmt heimildum mbl.is voru níu mál lögð til nefndar. Þingfundur mun hefjast á mánudag klukkan 10.30. 

Samkvæmt dagskrá er miðað við að þinghaldi muni ljúka fyrir 19. desember. 

Enn á þó eftir að taka fyrir stór mál fyrir jól. Til að mynda þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið, umræðu um vörugjöld og frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum, eða bandorminn eins og það er jafnan kallað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert