Bloggarinn ærði Vinstri-græna

Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson

„Það henti Pál Vilhjálmsson, framkvæmdastjóra Heimssýnar, að blogga stórkarlalega á dögunum í garð Vinstri-grænna. Allt var það rétt sem hann sagði nema það að það á engum að útrýma og Heimssýn á sér ekkert markmið um að útrýma Vinstri-grænum í kosningunum í vor. Auðvitað hrukku menn við í öllum flokkum en ekki síst Vinstri-grænir“ segir Guðni Ágústsson, fv. alþm., í grein í Morgunblaðinu í dag.

 Í grein sinni segir Guðni m.a.: „Nei, nú er komið að kosningum og þjóðin vill ekki að einn flokkur, Samfylkingin, haldi áfram að nauðga okkur inn í ESB. Steingrímur J. Sigfússon og flokkur hans verður að segja hvert ferðinni er heitið. Ætlar hann áfram að standa í þessari vonlausu vegferð gegn sínu fólki og þjóðinni? Orð Páls vöktu Vinstri-græna til vitundar um að þeir verða að segja satt.“

 Lokaorð Guðna: „Að vega tvisvar í sama knérunn er dauðasökin, nú verður flokkurinn að tala skýrt. Auðvitað er gott fólk í öllum flokkum sem vill vel, en það dugir ekki að berja hausnum við steininn og dauðrota flokk sinn og fylgi bara fyrir völd og ráðherrastóla. Um það var Páll að blogga.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert