Samningar um þinglok pólitísk spilling

Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður, ásamt Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra.
Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður, ásamt Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra. mbl.is/Ómar

„Þetta eru samningar í bakherbergjum sem ganga á skjön við þingsköp og þær eðlilegu leikreglur sem þingið sjálft hefur sett sér. Samningar sem eru knúnir fram með ofbeldi málsþófs og alls kyns pólitískum tiktúrum sem eiga ekkert skylt við lýðræðislegar aðferðir,“ sagði Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í morgun um það samkomulag sem náðist í gær um þinglok fyrir jól.

Ólína sagði samninga um þinglok fela í sér grímulaust form pólitískrar spillingar og vera í „fullkominni andstöðu við þau breyttu og bættu vinnubrögð sem við ætluðum að tileinka okkar hér í upphafi þessa kjörtímabils, að minnsta kosti þessir 27 nýju þingmenn sem komum hér inn en höfum síðan beygt okkur undir þessi vinnubrögð og sumir hverjir tekið þátt í þeim. Við ætluðum að breyta og bæta, við ætluðum að byggja upp nýtt Ísland og þetta er Alþingi í dag.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert