Nauðungaruppboðum fjölgar enn

Fleiri fasteignir hafa verið seldar á uppboðum hjá sýslumanninum í …
Fleiri fasteignir hafa verið seldar á uppboðum hjá sýslumanninum í Reykjavík í ár en í fyrra. mbl.is/Golli

Nauðungaruppboðum hjá sýslumanninum í Reykjavík fjölgaði mjög á árinu 2012 frá árinu 2011. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu voru 505 fasteignir seldar á uppboði í ár samanborið við 384 í fyrra og 453 árið 2010. Aukningin frá síðasta ári nemur 31,5%.

Þá var 201 bifreið seld á uppboði hjá sýslumanninum á árinu en þær voru 168 í fyrra og 289 árið 2010. Annað lausafé sem selt var á uppboði í ár nam 385 hlutum en árið 2011 voru 315 hlutir seldir á nauðungaruppboði og 213 árið 2010. Seldar eignir á uppboðum í ár voru því 1.091 miðað við 867 uppboð í fyrra og 955 árið 2010. Það voru því rétt tæplega fjórðungi fleiri uppboð í ár en í fyrra.

Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi umboðsmanns skuldara, segir að ekki sé ljóst hverju þessi mikla aukning sæti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert