Svartbaki fækkað um 90% frá 1960

Svartbakur með unga við Breiðafjörð.
Svartbakur með unga við Breiðafjörð. mbl.is/Ómar

Vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem átti að fara fram um þessa helgi, var frestað til fyrstu helgar í janúar 2013 vegna afleitrar veðurspár.

Í umfjöllun vetrartalninguna í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að fyrri talningar hafi meðal annars leitt í ljós að svartbökum á suðvesturhorninu hefur fækkað um allt að 90% frá árinu 1960.

Talningin nú verður sú 61. í röðinni en þær hófust árið 1952. Sjálfboðaliðar fara víða um og telja fugla og hefur talningarsvæðum fjölgað ár frá ári. Í fyrra var í fyrsta skipti talið á meira en 200 talningarsvæðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert