Lágmarkslaun hafa rúmlega tvöfaldast

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Lágmarkslaun hafa rúmlega tvöfaldast frá því í ársbyrjun 2004 og fram á þetta ár eða úr 93 þúsund krónum í 193 þúsund krónur. Þá hafa lagmarkslaunin hækkað sérstaklega á hverju ári í kjarasamningum umfram almennar launahækkanir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins.

„Frá ársbyrjun 2004 til ársloka 2012 hækkaði launavísitala Hagstofunnar um 79% og kaupmáttur launa jókst um 2,4%. Lágmarkslaunin hækkuðu mun meira, eða um rúm 107%, og kaupmáttur þeirra jókst um tæplega 19%. Lágmarkslaunin eru þannig mun hærra hlutfall af greiddum launum en þau voru fyrir fáum árum,“ segir ennfremur.

Þá er rifjað upp að samkvæmt gildandi kjarasamningum eigi lágmarkslaunin að hækka í 204 þúsund krónur 1. febrúar næstkomandi eða um 5,7%. Kaupmáttur þeirra muni aukast um 2% á árinu ef miðað er við verðbólguspá Seðlabanka íslands þar sem spáð er 3,4% verðbólgu. Sama eigi við um veðbólguspár annarra spáaðila en þeir geri ráð fyrir heldur meiri verðbólgu en Seðlabankinn.

Tilkynning Samtaka atvinnulífsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert