Opinberun forsætisráðherra

Jón Magnússon
Jón Magnússon

„Jafnan er hlustað á ræðu forsætisráðherra á gamlárskvöld með mikilli athygli. Eðlilega eru gerðar kröfur til þess að ráðherrann fari rétt með staðreyndir. Þess gætti Jóhanna Sigurðardóttir því miður ekki í áramótaávarpi sínu“ segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður í grein í Morgunblaðinu í dag.

Í ávarpinu sagði forsætisráðherra m.a: „Danski greiningaraðilinn sem sá hrunið fyrir og varaði okkur við.“ Segir Jón að hér vísi forsætisráðherra til skýrslu Danske Bank frá 21. mars 2006 sem unnin var m.a. af Lars Christiansen.

Í grein sinni segir Jón Magnússon m.a.: „„Danski sérfræðingurinn" spáir engu um fall íslenskra banka. Í skýrslunni segir m.a. að bankar verði að draga úr lánum til íslenskra fyrirtækja og einstaklinga, en bankarnir séu almennt vel settir varðandi gjaldmiðilsbreytingar en gætu þurft að selja erlendar eignir ef þeir lentu í mótvindi. Ekkert kemur fram í skýrslunni sem vísar til hugsanlegs falls íslensku bankanna. Lars Christiansen hefur mótmælt því opinberlega að hann hafi spáð bankahruninu. En það hefur engin áhrif á forsætisráðherra og suma fjölmiðlamenn.“

Í niðurlagsorðum segir Jón: „Við hrunið krafðist ég þess að sett yrðu sérstök neyðarlög sem tækju verðtrygginguna úr sambandi sbr. það sem fram kemur hjá „danska sérfræðingnum". Jóhönnu Sigurðardóttur var falið það mál af þáverandi ríkisstjórn og hún ákvað að gera ekkert.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert