Tímabært að stofna ríkisolíufélag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is

Það er tímabært að huga að stofnun ríkisolíufélags segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í tilefni af undirritun orkumálastjóra á leitar- og vinnsluleyfi á Drekasvæðinu fyrir hópa sem sótt höfðu um slík leyfi í öðru útboði Orkustofnunar.

Sigmundur Davíð hefur áður sett fram þá hugmynd að stofnað yrði ríkisolíufélag en meðal annars kallaði hann eftir því í ræðu sem hann flutti á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í nóvember 2011. Þá sagði hann að kanna ætti til hlítar stofnun slíks félags til að tryggja að sem mest af mögulegum ávinningi yrði eftir hjá íslensku þjóðinni.

Sigmundur Davíð segir ennfremur á Facebook-síðu sinni í dag að hann hafi átt góðan fund með olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, sem kemur úr systurflokki Framsóknarflokksins í Noregi, Miðflokknum. „Ánægjulegt að heyra hvað Norðmenn ætla að taka olíuleit á Drekasvæðinu föstum tökum. Það er mikilvægt að við lærum hratt og vel af reynslu Norðmanna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert