Myglusveppur á Landspítalanum

Skurðlæknar að störfum á Landspítalanum.
Skurðlæknar að störfum á Landspítalanum. mbl.is/Ásdís

Myglusveppur hefur komið upp í nokkrum herbergjum í byggingu Landspítalans við Hringbraut. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að verið sé að meta það hvort loka þurfi herbergjum og legurýmum.

Um er að ræða elstu byggingu Landspítalans við Hringbraut en í henni er meðal annars starfsemi gjörgæslunnar.

„Myglan fannst nýlega og kom upp vegna þess að gluggarnir hafa lekið í nokkurn tíma. Við höfum ekki haft fé til þess að endurnýja húsnæðið. Að vísu stóð til að gera við helming glugganna í þessu húsnæði í sumar,“ segir Björn í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir ekki ljóst hversu stóran hluta byggingarinnar þarf að rýma þar sem umfang myglusveppsins liggi ekki fyrir. „Ef við þurfum að loka herbergjum á gjörgæslunni þá gæti það haft áhrif á starfsemina,“ segir Björn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert