Ólöglegar netaveiðar á rjúpu í Norðfirði

mbl.is/Sverrir

„Hundurinn minn gekk fram á rjúpu í neti. Þetta var um 50 sentimetra hátt og örugglega hátt í 20 metra langt þéttriðið nælonnet,“ sagði Anna Margrét Sigurðardóttir, lyfjafræðingur í Neskaupstað.

Anna Margrét var að viðra hundinn sinn í skógræktinni í Norðfirði undir lok nóvember sl. þegar hún gekk fram á rjúpuna í netinu sem var strekkt á milli trjáa og lá niður við jörð. Netið var rammlega uppsett og vandlega bundið við trén. Anna Margrét var búin að ganga þessa sömu leið nokkra daga í röð og sagði að ekkert net hefði verið þarna daginn áður.

„Ég var þarna fyrir hádegi. Netið hefur ekki verið uppi nema frá kvöldinu áður,“ sagði Anna Margrét í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. „Rjúpan var búin að berjast um og orðin skorin inn í bringuna og blóðug. Svo lenti hundurinn í því að festast í netinu og ég tók það niður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert