Þetta eru ekki verk forsætisráðherra

Guðmundur Andri Skúlason.
Guðmundur Andri Skúlason. mbl.is

„Mikil skelfing er að sjá hvað Ágúst Ólafur Ágústsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, er illa að sér um tilurð staðreynda.

Málflutningur hans er í ætt við annað sem frá stjórnarheimilinu kemur, það er að þakka forsætisráðherra allt gott en kenna öðrum um allt illt, og það jafnvel án þess að forsætisráðherra hafi svo mikið sem lyft litla fingri til að styðja þau góðu verk sem þó hafa orðið í íslensku samfélagi frá árinu 2009,“ segir Guðmundur Andri Skúlason, talsmaður Samtaka lánþega, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Í greininni segir Guðmundur Andri m.a.: „Það er rétt hjá Ágústi Ólafi, að staðreyndir ljúga ekki, en hann ætti þó í framtíðinni að hafa í huga að það eru mennirnir sem halda réttum staðreyndum á lofti undir fölskum formerkjum, sem segja ósatt. Og forsætisráðherra hefur ítrekað og gegn betri vitund sagt ósatt í þessum málum.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert