Breyttur matseðill hjá lundanum

Með góða veiði í Álsey.
Með góða veiði í Álsey. mbl.is/Sigurgeir

Miklar breytingar hafa orðið á fæðuvali lunda samkvæmt fæðugreiningu sem gerð var árið 2011. Sandsíli er nú ríkjandi í fæðu lunda norðanlands í stað loðnu sem var ríkjandi fæða þar í lok síðasta „sjávarkuldaskeiðs“ á árunum 1994-95.

Þetta kemur fram í skýrslu til veiðikortasjóðs um lundarannsóknir 2012 eftir þá Erp Snæ Hansen og Arnþór Garðarsson. Skýrslan er á vef Náttúrustofu Suðurlands (www.nattsud.is).

Í lundarannsókninni var tekið saman ábúðarhlutfall í lundaholum og viðkoma lunda í Vestmannaeyjum frá 2007 og í tólf vörpum á landsvísu frá 2010. Viðkoma lunda hér á landi skiptist í tvö horn á árunum 2010-2012. Viðkomubrestur varð við sunnanvert landið en ástandið var eðlilegt við norðanvert landið. Útreikningar gáfu til kynna að lundaveiði í Vestmannaeyjum undanfarna áratugi hefði verið helmingi meiri en sjálfbært er talið, að því er fram kemur í skýrslunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert