Veginum hætt að blæða

Bílar hafa skemmst vegna blæðinga á veginum.
Bílar hafa skemmst vegna blæðinga á veginum. Umferðarstofa

Engar blæðingar eru nú á veginum í Húnavatnssýslu vestan við Blönduós,að sögn lögreglunnar á Blönduósi, en tjörukögglar hafa dreifst víða um vegakerfið á Vestur- og Norðurlandi. 

„Við urðum ekki varir við blæðingar í dag. Byrjað er að kólna og þá hættir blæðingin. Í það minnsta tímabundið. Á veginum má sjá tjörukögglana. Mat okkar var það að þessir kögglar komi ekki til með að valda skemmdum á bílum þegar þeim er ekið um veginn,“ segir Þórður Rafn Þórðarson lögreglumaður á Blönduósi.

Á þeim köflum þar sem mestu blæðingarnar eru var lífolía notuð í malbikið. Segir Vegagerðin að vetrarblæðingar, í mun minna mæli, hafi þekkst síðan 1995, þegar notuð voru önnur íblöndunarefni.

Vegagerðin hefur í dag unnið að hreinsun á vegunum þar sem tjörukögglar hafa dreifst og mun halda því áfram í dag og næstu daga haldi þetta ástand áfram. Í næstu þíðu verður gerð tilraun með að dreifa steinefni í valda kafla til að stemma stigu við frekari blæðingum.

Blæðingar eru hættar samkvæmt lögreglunni á Blönduósi.
Blæðingar eru hættar samkvæmt lögreglunni á Blönduósi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert