336 milljarðar eru miklir peningar

Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson

„Nú segir Bloomberg-fréttaveitan að Ísland hafi unnið Icesave-málið og sparað sér 335 milljarða og vitnar til upplýsinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeir segja jafnframt að íslenska ríkisstjórnin hafi reiknað með og talið víst að hún yrði dæmd til að borga þessa upphæð“ segir Guðni Ágústsson fv. þingmaður og ráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag.

Mánudagurinn var því sigurdagur Íslands og Íslendinga, segir Guðni. Nú er eðlilegt að spurt sé hverjir hafa verið barðir sem öfgamenn síðustu árin hér á landi? Og sagðir tefja fyrir og seinka endurreisn Íslands?

Í grein sinni segir Guðni m.a.: „Forseti Íslands fékk í síðustu viku óvægna umræðu enn og aftur í fjölmiðlum hér heima þegar hann tók upp málstað Íslands og áminnti Evrópusambandið fyrir ólögmæta aðför að Íslandi og þann arma þrjót Gordon Brown og breska ráðamenn hvernig þeir léku landið með hryðjuverkaárás og að setja saklausa þjóð á bekk með versta glæpalýð heimsins, talibönum og alkaítum. Ennfremur lýsti sá armi þrjótur Gordon Brown Ísland gjaldþrota haustið 2008. Ég hlustaði á þingmenn stjórnarliðsins í fjölmiðlum ræða um að forsetinn hefði enn skaðað hagsmuni landsins og Jóhanna og Össur ættu að lesa yfir allt það sem hann segði á erlendri grund. Ja hérna, eru menn hissa þó þeir sem ætluðu að greiða 335 milljarða eða enn hærri upphæð, biðjist nú vægðar í umræðunni?“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert