„Hvergi nærri nóg“

Mikill fjöldi hjúkrunarfræðinga mætti til fundarins.
Mikill fjöldi hjúkrunarfræðinga mætti til fundarins. Árni Sæberg

Tilboði Landspítala til hjúkrunarfræðinga var hafnað í kvöld eftir að 91% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu á fundi hjúkrunarfræðinga sögðust vilja hafna tilboðinu. „Sjónarmið voru viðruð og fyrst og fremst að þetta var hvergi nærri nóg,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga.

Spurt var: „Vilt þú að fulltrúar hjúkrunarfræðinga í samninganefndinni samþykki fyrirliggjandi tilboð?“ Alls greiddu 497 hjúkrunarfræðingar atkvæði og sögðu 452 nei eða 91%. Þegar mest var voru um sex hundruð manns á fundinum.

„Okkar staða var sú í nefndinni að það er ekki kosið um stofnanasamninga. Til að fá einhverja ráðgjöf um hvernig skildi halda á þessum úrslitakostum var valið að fara þessa leið. Og þetta var mjög afgerandi. Mætingin var ótrúlega góð, ekki síst þegar litið er til þess að það voru fleiri hjúkrunarfræðingar að vinna uppi á spítala og komust því ekki,“ segir Elsa.

Starfsmannastjóra Landspítala hefur þegar verið tilkynnt um að tilboðinu hafi verið hafnað. Á morgun verður svo fundað á spítalanum þar sem það verður tilkynnt formlega og ætti framhaldið þá að skýrast. „Við viljum halda áfram viðræðum og ná saman, en það þýðir að meira fé þarf til.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert