Hækkanirnar nái til allra

Efling - stéttarfélag lítur þannig á að stefnumörkun velferðarráðherra og Landspítalans um launahækkun hjúkrunarfræðinga hljóti að ná til allra starfsmanna Landspítalans og mun senda erindi þess efnis til Landspítalans, að sögn Sigurðar Bessasonar, formanns Eflingar.

„Starfsmenn innan Eflingar sem vinna hjá Landspítalanum og á hjúkrunarheimilum eru nánast hrein kvennastétt, enda yfir 96% þeirra sem sinna þessum störfum konur. Efling - stéttarfélag lítur svo á að velferðarráðherra sé að tala til alls þessa hóps í yfirlýsingum sínum,“ segir í samantekt Eflingar vegna málsins, en um það er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Að sögn Ernu Einarsdóttur, starfsmannastjóra Landspítalans, liggur ekki fyrir hversu margir hjúkrunarfræðingar hafa dregið uppsagnir sínar til baka. Hún bendir þó á að á sumum deildum hafi allir þeir sem sögðu upp dregið uppsagnir sínar til baka. Uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinga rann út á miðnætti í nótt.

Aðspurð segir hún að þeim hjúkrunarfræðingum sem draga uppsagnir sínar til baka eftir að frestinum lýkur verði tekið opnum örmum. Svari þeir eftir að fresturinn rennur út muni þeir þó ekki fá 60 þúsund króna viðbótargreiðslu fyrir nóvember og desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert