37% barna ekki í réttum öryggisbúnaði

37% barna á aldrinum 6-8 ára nota ekki þann öryggisbúnað …
37% barna á aldrinum 6-8 ára nota ekki þann öryggisbúnað sem ber að nota í bíl. Kristinn Ingvarsson

37% barna á aldrinum 6-8 ára nota ekki þann öryggisbúnað sem ber að nota í bíl og notkun öryggis- og verndarbúnaðar hjá börnum á grunnskólaaldri er minni á landsbyggðinni heldur en á höfuðborgarsvæðinu. Fleiri nota öryggisbelti nú en áður, færri börn eru nú laus í bíl en var fyrir nokkrum árum og börn hætta of snemma að nota bílstóla og -púða.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun sem gerð var á vegum Umferðarstofu og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar dagana 8. - 12 október 2012.

Árlega eru 9% þeirra sem slasast í umferðinni hér á landi börn á aldrinum 0-14 ára og þau eru yfirleitt farþegar í bíl þegar slysin eiga sér stað.

Eitt helsta markmið könnunarinnar var að skoða notkun öryggis- og verndarbúnaðar hjá börnum á aldrinum 6 til 8 ára. Miðað er við að barn undir 150 sm noti viðurkenndan barnabílstól  eða bílpúða með baki.

Munur á milli landsvæða

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar voru 37%  sex til átta ára barna á landsvísu aðeins í öryggisbeltum, án viðeigandi öryggis- og verndarbúnaðar.  Á höfuðborgarsvæðinu var hlutfall barna sem eingöngu voru í bílbeltum 17% en á landsbyggðinni 59%. Þess má geta að meðalhæð átta ára barna er 129 sm. Því er ljóst að töluverður fjöldi barna fer allt of fljótt úr bílstól eða af bílpúða með baki yfir í eingöngu bílbelti.

Árið 2005 gerði Umferðarstofa könnun á öryggi grunnskólabarna í bílum á höfuðborgarsvæðinu. Þar kom fram að 12% barna voru laus í bílnum, en í nýju könnuninni frá 2012 var hlutfall lausra barna aðeins 3,3% á landsvísu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert