Breytt skipulag Landsímareits

Horft frá Alþingishúsinu yfir Austurvöll og að nýju byggingunni sem …
Horft frá Alþingishúsinu yfir Austurvöll og að nýju byggingunni sem rís fyrir framan Landsímahúsið. Þar eru nú bílastæði. Yfirbragð nýbygginganna er í gömlum stíl en engu að síður eru þær nútímalegar. Þak Landsímahússins hækkar lítillega; svokölluðu mansardþaki með kvistum er bætt ofan á en það kallast á við áþekkt þak á Hótel Borg hinum megin við torgið. Á hluti þaksins er gert ráð fyrir þakgarði eða svölum.
<span><span>Ingólfstorg er ekki lengur inni í deiliskipulagi á Landsímareitnum í Kvos samkvæmt breytingum á skipulaginu sem kynntar voru í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Þá er dregið talsvert úr byggingarmagni frá því sem var í fyrra deilikipulagi reitsins, frá 1987.</span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span><span>Reykjavíkurborg hefur ekki í hyggju að byggja menningarhús á Ingólfstorgi líkt og var að finna í vinningstillögu ASK arkitekta, sem kynnt var í vor. Reiturinn sem um ræðir afmarkast af Aðalstræti, Vallarstræti, Thorvaldsensstræti og Kirkjustræti.</span></span></span>

Í breyttu deiliskipulagi, sem ASK arkitektar hafa unnið tillögu að, eru nýbyggingar við Vallarstræti lækkaðar, samkomusalur sem kemur í stað salar sem kenndur hefur verið við NASA verður fjölnota og í götuhæð. Við Vallarstræti verða byggð ný hús sem tengjast eldri húsunum á reitnum og verða nýbyggingarnar með risi en þó í nútímalegum stíl. Nýbygging við Kirkjustræti verður með risi og kallast á við eldri hús á þessu svæði. Hægt verður að ganga á milli Ingólfstorgs og Víkurgarðs í gegnum port.

<span><span> </span></span>

Gamla Landsímahúsið hækkar lítillega en á það verður sett svokallað mansard þak með kvistum, líkt og á Hótel Borg hinum megin við Austurvöll. Þá er yngra Landsímahúsið við Thorvaldsensstræti 6 hækkað úr fimm hæðum að hluta til í sex.

<span><span> </span></span> <span><span>Gömlu húsin á reitnum fá öll að halda sér, en þau standa við Aðalstræti 7, Vallarstræti 4 og Thorvaldsensstræti 2.  Fyrra deiliskipulag frá 1987 heimilaði niðurrif allra húsanna.</span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span>Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að með skipulaginu séu nokkur markmið höfð að leiðarljósi:</span></span> <ul> <li>Að stuðla að góðu samspili almenningsrýma í Kvosinni, bygginga og nærumhverfis.</li> <li>Lögð áhersla á umhverfisleg og samfélagsleg gæði hins manngerða umhverfis.</li> <li>Borin virðing fyrir sögulegri arfleifð, staðaranda og menningarlegu hlutverki.</li> <li>Hugað að aðgengi fyrir alla og að flæði gangandi, hjólandi og akandi umferðar sé gott.</li> <li>Að nýbyggingar og frágangur þeirra verði í hæsta byggingarlistalegum gæðaflokki, sem eflir virkni og notagildi svæðisins.</li> </ul> <div><span><span>Í framhaldi af kynningarfundinum hefst hagsmunaaðilakynning sem stendur frá og með 20. febrúar til  6. mars 2013. Athugasemdum eða ábendingum er veitt móttaka á kynningartímanum. Þeim verður ekki svarað skriflega heldur verða þær innlegg í áframhaldandi vinnu. Þær skal senda á netfangið skipulag@reykjavik.is.</span></span></div><div><span><span> </span></span></div><div><span><span>Tillaga að breyttu deiliskipulagi mun verða til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur og í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni  12 – 14, auk þess sem hún verður aðgengileg á heimasíðu Reykjavíkurborgar.</span></span></div><span><span><br/></span></span>
Loftmynd úr austri. Nýjar byggingar kallast á við gömlu húsin …
Loftmynd úr austri. Nýjar byggingar kallast á við gömlu húsin og hæð bygginga í grenndinni.
Horft yfir Kvosina til suðurs. Á þessari mynd sést einkar …
Horft yfir Kvosina til suðurs. Á þessari mynd sést einkar vel hvernig nýbyggingarnar munu líta út við torgin þrjú.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert