Sjö stórmeistarar eru efstir

Baráttan er spennandi á Reykjavíkurmótinu í skák í Hörpu,
Baráttan er spennandi á Reykjavíkurmótinu í skák í Hörpu, Ljósmynd/Hrafn Jökulsson

Hjörvar Steinn Grétarsson gerði jafntefli við hinn sterka enska stórmeistara Gawain Jones í fimmtu umferð N1-Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór í kvöld. Þetta er í þriðja skipti í röð sem þeir gera jafntefli.

Hjörvar er efstur Íslendinga með fjóra vinninga ásamt Hannesi Hlífari Stefánssyni, sem vann austurríska FIDE-meistarann Lukas Handler í fórnarskák. 
 
Sjö stórmeistarar frá jafnmörgum löndum eru efstir og jafnir með 4,5 vinninga. Þeir skákmenn sem hafa fullt hús eru: Anish Giri, Hollandi, Wesley So, Filippseyjum, Ivan Cheparinov, Búlgaríu, Yu Yangyi, Kína, Gajewski, Póllandi, Vachier-Lagrave, Frakklandi, og Eljanov, Úkraínu.
 
Friðrik Ólafsson varð að sætta sig við jafntefli eftir að hafa sótt fast að hinum unga og efnilega Daða Ómarssyni.
 
Giri, sem vann heimsmeistara 20 ára og yngri, Alexander Ipatov, hefndi þar með kærustu sinnar, Sopiko Guramishvili, sem Ipatov vann umferðinni áður.
 
Nansý Davíðsdóttir, 11 ára, vann kanadísku landsliðskonuna Lizu Orlova, sem er 500 stigum hærri.
 
Sjötta umferð fer fram á morgun. Helgarumferðir hefjast fyrr en aðrar umferðir eða kl. 13. Skákskýringar í umsjón Helga Ólafssonar hefjast kl. 14:30.

Baráttan er spennandi á Reykjavíkurmótinu í skák í Hörpu,
Baráttan er spennandi á Reykjavíkurmótinu í skák í Hörpu, Ljósmynd/Hrafn Jökulsson
Baráttan er spennandi á Reykjavíkurmótinu í skák í Hörpu,
Baráttan er spennandi á Reykjavíkurmótinu í skák í Hörpu, Ljósmynd/Hrafn Jökulsson
Baráttan er spennandi á Reykjavíkurmótinu í skák í Hörpu,
Baráttan er spennandi á Reykjavíkurmótinu í skák í Hörpu, Ljósmynd/Hrafn Jökulsson
Baráttan er spennandi á Reykjavíkurmótinu í skák í Hörpu,
Baráttan er spennandi á Reykjavíkurmótinu í skák í Hörpu, Ljósmynd/Hrafn Jökulsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert