Fimm menn fastir á þaki bifreiðar

Við Landmannalaugar Þar eru fimm manns nú föst á þaki …
Við Landmannalaugar Þar eru fimm manns nú föst á þaki bifreiðar og björgunarfólk af Suðurlandi á leið á vettvang. Þyrla Gæslunnar var einnig kölluð út. Myndin er úr safni mbl.is/Árni Sæberg

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út síðdegis í dag þegar beiðni um aðstoð barst frá ferðafólki sem sat fast í á við bílastæðið við Landmannalaugar.

Miklir vatnavextir eru í ám og lækjum á svæðinu eftir hlýindi undanfarna daga og er áin, sem samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg er yfirleitt tiltölulega meinlaus, er nú djúp og straumhörð. Þegar út í ána var komið drap bíllinn á sér og vatn flæðir inn um glugga auk þess sem áin hreyfir hann til.  

Þyrla Gæslunnar á leiðinni

Fyrst um sinn biðu ferðalangarnir, sem eru fimm talsins, í bílnum en eru nú komnir upp á þak hans og bíða þar eftir hjálp.

Mikill krapi er að Fjallabaki og tekur langan tíma fyrir björgunarsveitir að komast á staðinn. Því var ákveðið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fór þegar í loftið en ekki er vitað hversu langan tíma það tekur hana að komast á staðinn.

Gæti enn aukist í báðum ám

Flóðahætta á Suðurlandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert