Einstök móðir fann ekki fyrir fordómum

Í gær var Félag einstakra mæðra stofnað, um þrjátíu konur eru í félaginu en tæp fimm ár eru síðan einhleypum konum var gert kleift að ættleiða eða eignast börn með tæknifrjóvgun. Megintilgangur félagsins er að halda utan um hagsmuni hópsins, efla tengsl félagsmanna, sinna fræðslustarfi og hjálpa þeim eru í ferlinu. 

Anna Hinriksdóttir, ritari félagsins, segir að fólk hafi sýnt konum sem hafa farið þessa leið mikinn stuðning. Hún segist hafa gert ráð fyrir að þurfa að útskýra meira fyrir fólki ákvörðun sína um að eignast barn einsömul en það eina sem hún hafi upplifað hafi verið mikil gleði með að konur taki þetta skref og fylgi eftir því sem þær langi til að fá út úr lífinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka