Engin niðurstaða um stjórnarskrána

Formenn flokkanna komu saman til fundar í þinghúsinu í dag.
Formenn flokkanna komu saman til fundar í þinghúsinu í dag. mbl.is/Golli

Engin niðurstaða varð á fundi formanna flokkanna um framhald stjórnarskrármálsins, en eins og hálfs tíma fundi formannanna um málið er lokið. Þeir reikna með að halda áfram viðræðum um málið.

Fundinn sátu Árni Páll Árnason, Katrín Jakobsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Steingrímsson og Birgitta Jónsdóttir.

Birgitta yfirgaf fundinn áður en honum lauk. Hún vildi ekki tjá sig við blaðamenn, en sagðist þurfa að ræða við sitt fólk um þær umræður sem fram hefðu farið á fundinum. Þingmenn Hreyfingarinnar hafa lagt mikla áherslu á að frumvarp um nýja stjórnarskrá verði samþykkt fyrir þinglok.

Á fundinum var rætt um að áfangaskipta málinu og ljúka við breytingar á afmörkuðum atriðum stjórnarskrárinnar fyrir þinglok og láta næsta þing um að afgreiða aðra þætti.

Formenn flokkanna sögðu eftir fundinn að ekkert samkomulag hefði tekist. Fundurinn hefði verið gagnlegur og að viðræðum yrði haldi áfram.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eftir fundinn að hann væri tilbúinn til að halda áfram viðræðum um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert