Utanvegaakstur á vinsælum ferðamannastað

Ummerkin eftir utanvegaaksturinn leyna sér ekki.
Ummerkin eftir utanvegaaksturinn leyna sér ekki. mbl.is/Arnar Sigurðsson

Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú utanvegaakstur við Sólheimajökul. Tilkynnt var um utanvegaaksturinn í fyrradag. Töluverð ummerki eftir bíla sjást á svæðinu.

Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, sagði að lögreglan hefði skoðað verksummerkin. Ekið hefði verið alveg inn undir jökulinn utan vegar. Jarðvegur hefði verið blautur og bílför myndast í drulluna. Lítill gróður er á svæðinu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sveinn,i að vitað væri hverjir ollu skemmdunum, en hann vildi ekki gefa það upp. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var um að ræða starfsmenn íslensks kvikmyndafyrirtækis sem voru þarna á ferð að störfum fyrir erlenda viðskiptavini.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert