Jón Bjarnason situr hjá

Jón Bjarnason
Jón Bjarnason mbl.is/Ómar Óskarsson

Jón Bjarnason lýsti því yfir á Alþingi þegar greidd voru atkvæði um tillögu um vantraust, að hann myndi sitja hjá. Hann sagði tillöguna óábyrga og ómálefnalega.

Jón Bjarnason gekk úr VG fyrr í vetur. Hann sagði í ræðu sinni í dag að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur væri ríkisstjórn brostinna væntinga. Hún hefði ekki staðið við gefin loforð. Tillaga um vantraust væri hins vegar óábyrg og ómálefnaleg og hann myndi því sitja hjá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert