Keyptu stuðning með loforðum um stjórnarskrá

Lilja Mósesdóttir á Alþingi í dag. Hún styður vantraust á …
Lilja Mósesdóttir á Alþingi í dag. Hún styður vantraust á ríkisstjórnina. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lilja Mósesdóttir sagði í umræðum um vantrauststillögu Þórs Saari á Alþingi að ríkisstjórnin hafi þurft á stuðningi Hreyfingarinnar að halda síðan 2012. Stuðningurinn hafi verið keyptur með loforði um nýja stjórnarskrá.

„Nú hefur utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafist og við erum að kjósa um vantraust á hendur ríkisstjórninni,“ sagði Lilja. Ástæðan væri svik ríkisstjórnarinnar við Hreyfinguna í stjórnarskrármálinu. 

Lilja sagðist sjálf hafa stutt vantraust á ríkisstjórnina árið 2011 og hafi ekki stutt ríkisstjórnina í tvö ár. Hún sagði engan mun á vinstri flokkunum og hægri flokkunum á Alþingi þar sem öllum hugsjónum hafi verið fórnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert