Erfitt að horfa framan í reitt fólk

Jón Gnarr, borgarstjóri, á fundinum í kvöld í Sæmundarskóla í ...
Jón Gnarr, borgarstjóri, á fundinum í kvöld í Sæmundarskóla í Grafarholti. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Hrunið er staðreynd sem við verðum að sætta okkur við. Það varð hérna hrun og þetta hrun hefur haft þau áhrif að fyrir utan að setja gríðarlegt álag á allt innra kerfi borgarinnar og starfsfólk þá hefur dregið út tekjum borgarinnar,“ sagði Jón Gnarr í síðari ræðu sinni á íbúafundi í Sæmundarskóla í Grafarholti í kvöld þar sem áform um uppbyggingu þjónustu í Úlfarsárdal voru kynnt. Vel á annað hundrað íbúar mættu til fundarins.

Sjö milljörðum minna úr að spila

„Við höfum í dag úr um það bil sjö milljörðum minna að spila en við höfðum árið 2008. Það hefur gert að verkum að við höfum þarft að fara í allskyns aðgerðir og bæði starfsfólk og stjórnmálamenn í borginni lagt á sig gríðarlega mikla vinnu við að reyna að leysa úr þessum vanda sem farsælast. Mér finnst oft, og hefur stundum dreymt það, að þetta sé eins og risa risa stórt púsluspil og alltaf að koma betri og betri mynd á það,“ sagði Jón.

„Höfum staðið í mörgum erfiðum málum“

„Ég skil ákaflega vel og ég er búinn að sitja marga fundi og margir reiðir og það er ekkert tilhlökkunarefni að mæta á fundi þar sem maður er að fara að horfa framan í fullt af fólki sem er ofsalega reitt af því að maður tekur ábyrgð á því sem hefur verið og mörg þung orð sem hafa fallið. Ég skil það gríðarlega vel og þessi vanmáttur sem maður upplifir af því að maður hefur drauma og væntingar sem maður sér ekki rætast. Við höfum staðið í mörgum erfiðum málum. Sameiningar grunn- og leikskóla sem var gríðarlega erfitt,“ sagði borgarstjóri í ræðu sinni.

Jón minntist á brunareiti víða sem hafi staðið eftir hrun og að mikilli vinnu hafi verið eytt í þá. Hann nefndi Orkuveitu Reykjavíkur og verkefni tengd henni og verkefni tengd tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu.

Tekist á við atvinnuleysi og útigangsfólk

„Síðan höfum við verið að takast á við atvinnuleysi, útigangsfólk og komið að byggingu nýs landspítala svo það er að gríðarlega mörgu að hyggja. Mér finnst allir hafa unnið að heilindum og metnaði. Stjórnmálamenn í borginni úr öllum flokkum, meirihluta og minnihluta, eru að leiða okkur sem farsælast í gegnum þessa erfiðu tíma. Við stöndum vissulega á erfiðum tímum og efnahagsástandið á Íslandi og í öllum heiminum einkennist af mikilli óvissu,“ sagði Jón.

Jón gerði umræðu um miðborg Reykjavíkur að umtalsefni, en fólk gagnrýndi nokkuð á fundinum að miklum fjármunum yrði varið þar á meðan lítið yrði gert á næstunni í Úlfarsárdal. Í því samhengi voru framkvæmdir við Sundhöll Reykjavíkur nefndar: „Varðandi miðbæinn - maður heyri þetta oft að það sé óþarflega mikil áhersla lögð þar. Ég er því ekki sammála mér finnst athyglin dreifast nokkuð jafnt yfir borgina en það eru ákveðin tækifæri sem við höfum í aukinni ferðaþjónustu. Það er áhætta í því líka og við þurfum að vanda mjög vel til verka þar. Nú er það þannig að ferðamennska til Íslands og Reykjavíkur hefur aukist gríðarlega mikið.“

„Njótum öll góðs af því“

„Við fáum stærsta hluta gjaldeyristekna okkar af ferðamönnum. Njótum öll góðs af því. Þetta snýst um forgangsröðum fjármuna - það er að segja að við reynum að ráðstafa fjármunum eins og maður telur skynsamast,“ sagði Jón.

mbl.is

Innlent »

Hafarnarstofninn stækkar stöðugt

05:30 Hafarnarstofninn hefur ekki verið jafn sterkur og nú síðan í lok 19. aldar. Hafarnarpörin voru 76 á liðnu sumri og fjölgaði um tvö frá því í fyrra. Þá komust upp 36 ungar úr 28 hreiðrum, en 51 par reyndi varp í sumar. Meira »

Loðnan nær ströndum Grænlands en áður

05:30 Lagt er til að leyft verði að veiða 208 þúsund tonn af loðnu á vertíðinni 2017/2018. Í loðnuleiðangri í haust var dreifingin mjög vestlæg eins og á undanförnum árum og fannst loðna nær ströndum Grænlands en áður hefur sést í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar á þessum slóðum. Meira »

Vilja sameinast Fjarðabyggð

05:30 Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að óska eftir því við bæjarstjórn Fjarðabyggðar að kannaðir verði möguleikar á sameiningu sveitarfélaganna. Meira »

Afgreiddu 17 tilvik um báta sem voru dregnir til hafnar

05:30 Af 39 málum á síðasta fundi sjóslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa var 17 lokið með færslunni „vélarvana og dreginn til hafnar“. Meira »

Mótmæla uppbyggingu á Allianz-reit

05:30 Fjölmargar athugasemdir bárust vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svokölluðum Allianz-reit við Grandagarð í Reykjavík. Meirihlutinn í borgarráði, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri græn, styðja uppbygginguna en sjálfstæðismenn í minnihlutanum eru henni andvígir. Meira »

Þarf að kaupa losunarheimildir

05:30 Losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi mun fara fram úr heimildum samkvæmt Kýótó-bókuninni fyrir árin 2013-2020, samkvæmt greiningu Umhverfisstofnunar. Meira »

Tvöfalt fleiri með geðraskanir

05:30 Nýgengi örorku vegna geðraskana hefur tvöfaldast á tímabilinu 2011 til 2016 en með nýgengi örorku er átt við fjölda einstaklinga sem fá sitt fyrsta 75% örorkumat hjá Tryggingastofnun ríkisins, miðað við dagsetningu úrskurðar. Meira »

Kjörseðlarnir rjúka út á Spáni

05:30 Íslendingar búsettir á Torrevieja, Alicante og Benidorm á Spáni hafa verið mjög duglegir að kjósa utan kjörfundar vegna komandi þingkosninga. Meira »

Hrundi úr hillum og brotnaði

Í gær, 22:37 Jarðfræðingurinn Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem er yfir neyðarvörnum hjá Rauða krossinum á Suðurlandi, varð vel var við jarðskjálftana nú í kvöld. „Þá drundi í öllu og hristist allt og það hrundi hér úr hillum og brotnaði aðeins,“ segir Sigurjón sem á von á fleiri skjálftum. Meira »

Jörð skelfur við Selfoss

Í gær, 21:39 Klukkan 21:50 í kvöld varð jarðskjálfti af stærð 3,4 norðaustur af Selfossi og hafa tilkynningar borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist vel á Selfossi og í nágrenni. Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu frá því um kl. 16:00 í dag. Meira »

Eldur í ruslageymslu

Í gær, 21:13 Eldur kom upp í ruslageymslu í Sólheimum á níunda tímanum í kvöld. Einn slökkvibíll var sendur á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Erlendir göngu-hrólfar nánast einir um hituna

Í gær, 21:00 Þátttaka útlendinga í gönguferðum um Laugaveginn, úr Landmannalaugum í Þórsmörk, hefur aukist með hverju árinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að á nýliðnu sumri hafi hlutfall þeirra verið allt að 95% af um tólf þúsund sem fóru þessa vinsælu gönguleið. Meira »

Ætlaði sér aldrei að ná sátt um málið

Í gær, 20:46 Formaður nefndar um sátt í sjávarútvegi ætlaði aldrei að skapa neina sátt um sjávarútveg, heldur ætlaði hann að reka fleyg í ríkisstjórnarsamstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þetta segir Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Meira »

Vill 600 m. kr. fyrir hjúkrunarfræðinga

Í gær, 19:57 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir nauðsynlegt að Landspítalinn fái 600 m.kr. í fjárlögum 2018 til að bæta kjör og vinnutíma hjúkrunarfræðinga. Þá fagnar hann skýrslu Ríkisendurskoðunar og telur hana sýna fram á þann mikla skort á hjúkrunarfræðingum sem fram undan er. Meira »

Nota tölfræði beint í stefnumótun

Í gær, 19:45 Á hverju ári berast um 80 þúsund slysaskýrslur til Neytenda- og öryggisstofnunar Hollands. Markvisst hefur verið unnið úr þeim og tölfræði gerð aðgengileg sem leiðir til þess að auðveldara er að taka stefnumótandi ákvarðanir í slysavörnum, en slíkt getur reynst erfitt hér vegna skorts á tölfræði. Meira »

Ísland þarf á fjölbreytninni að halda

Í gær, 20:20 „Við lítum á þetta sem annan stærsta viðburðinn í sögu skólans síðan hann var stofnaður. Skólinn var stofnaður fyrir 30 árum og nú erum við komin með doktorsnámið. Þetta eru tveir stærstu viðburðirnir.“ Þetta segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Meira »

Ákærðir fyrir 125 milljóna skattsvik

Í gær, 19:50 Embætti héraðssaksaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur tveimur karlmönnum á fimmtugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum upp á samtals 125 milljónir króna á árunum 2011 til 2013. Meira »

Vann 5,1 milljarð í Eurojackpot

Í gær, 19:38 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúmlega 5,1 millj­arði króna rík­ari eft­ir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinn­ing­inn óskipt­an. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Finnlandi. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Rýmingarsala
Rýmingarsala á bókum um helgina 50% afsláttur allt á að seljast Hjá Þorvaldi í K...
50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
Lagerhreinsun - stakar stærðir
LAGERHREINSUN stakar stærðir Kr. 3.900.- kr. 3.900.- Laugavegi 178 Sími 551 2070...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...