Banaslys í Breiðdal

Laust fyrir kl. 16 í gær varð banaslys við bæinn Skjöldólfsstaði í Breiðdal. Stúlkubarn lést þegar fjórhjól, sem hún var farþegi á, valt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Eskifirði.

Ekki er hægt að veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu. Lögreglan á Eskifirði fer með rannsókn málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert