Íbúi í Grímsey: Ég er skíthræddur við þetta

Kvöldsól við vesturhluta Grímseyjar. Úr safni.
Kvöldsól við vesturhluta Grímseyjar. Úr safni. mbl.is/Einar Falur

„Þetta er að róast verulega; byrjaði í gærkvöldi og er í rauninni dottið mjög mikið niður,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands, um jarðskjálftahrinuna við Grímsey. Um 150 jarðskjálftar mældust á svæðinu í nótt, flestir undir þremur stigum að stærð. Íbúar í Grímsey halda ró sinni en þykir þetta ónotalegt.

Benedikt segir í samtali við mbl.is að stærð skjálftanna sé að minnka og þá hafi dregið verulega úr fjölda þeirra. Mun öflugri hrina varð í fyrrinótt en meginskjálftinn, sem varð um eittleytið aðfararnótt 2. apríl, mældist vera 5,5 stig.

Í kjölfarið lýsti ríkislögreglustjóri, að höfðu samráði við vísindamenn, lögreglustjórana á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík, yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar. Óvissustigið er enn í gildi.

Aðspurður segir Benedikt að miðað við núverandi mælingar þá sé útlit fyrir að skjálftahrinan sé að deyja út. „Það eru miklu færri skjálftar sem fara yfir þrjá núna í nótt og tíðni skjálfta er að minnka mjög mikið,“ segir hann. Menn verði hins vegar að bíða og sjá hvort hrinan sé í raun og vera að renna sitt skeið eður ei. Ekki sé hægt að útiloka að ný hrina fari af stað eftir stutt hlé.

Hann segir að um það bil 150 jarðskjálftar hafi mælst í nótt en að þeir hafi verið margfalt fleiri frá því á mánudag.

Mjög ónotalegt

Sigurður Bjarnason, íbúi í Grímsey, segist í samtali við mbl.is ekki hafa fundið fyrir jarðhræringunum í eynni í nótt en hann fann vel fyrir jarðskjálftunum í fyrrinótt. Þá hafi verið mikil læti og titringur rétt fyrir og eftir miðnætti.

Aðspurður segir Sigurður að Grímseyingar haldi almennt ró sinni en þetta sé vissulega óþægilegt.

„Ég er skíthræddur við þetta en við höldum alveg ró okkar svona þannig að við erum ekkert að farast úr stressi. Almennt þykir fólki þetta hundleiðinlegt og það eru margir sem finnst þetta vera mjög ónotalegt,“ segir Sigurður sem hefur verið búsettur í Grímsey alla sína ævi, eða í tæp 60 ár.

Þá segir hann að hrinan nú sé í takt við það sem verið hefur á svæðinu á undanförnum árum. „Þessi er svosem ekkert öðruvísi heldur en aðrar hrinur sem hafa komið,“ segir hann. Sigurður bætir við að hann viti ekki til þess að nokkurt eignatjón hafi orðið af völdum skjálftanna.

„Þetta mjög ónotalegt og er algjör óþarfi. En ég hef nú samt meiri áhyggjur af Kóreuskaganum,“ segir Sigurður að lokum.

Upplýsingar um jarðskjálfta á vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ný tækni opnar fötluðum tækifæri

08:18 Frumbjörg – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar fékk verðlaun sem besta framtakið á sviði vistkerfis nýsköpunar (Best Startup Ecosystem Initiative) á Norðurlöndunum 2017. Verðlaunin voru veitt á hátíð norrænna nýsköpunarverðlauna, Nordic Startup Awards, síðastliðið miðvikudagskvöld í Stokkhólmi. Meira »

Hugmynd um gosbrunn á Lækjartorg

07:57 Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar berast reglulega áhugaverðar tillögur og barst ráðinu nýlega ein slík.  Meira »

Handtekinn grunaður um líkamsárás

07:46 Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var karlmaður handtekin í Spönginni í Grafarvogi grunaður um líkamsárás. Maðurinn hótaði einnig lögreglumönnum og er nú vistaður í fangaklefa. Á sama stað var annar maður handtekinn fyrir að tálma störf lögreglu og er hann einnig vistaður í fangaklefa. Meira »

Mat lækkað fimm ár aftur í tímann

07:37 Yfirfasteignamatsnefnd hefur lagt fyrir Þjóðskrá Íslands að taka fasteignamat íbúðarhúss í Grafarvogi til endurákvörðunar fimm ár aftur í tímann. Meira »

Kona handtekin vegna heimilisofbeldis

07:36 Kona var handtekin á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld vegna gruns um heimilisofbeldi. Hún var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var karlmaður handtekinn í kjallara fjölbýlishúss í borginni rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Meira »

Vinstri grænir lækka flugið

07:17 Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt stöðu sína frá síðustu viku samkvæmt nýrri könnun á fylgi framboða sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrir Morgunblaðið dagana 16. til 19. október. Meira »

Loðnan nær ströndum Grænlands en áður

05:30 Lagt er til að leyft verði að veiða 208 þúsund tonn af loðnu á vertíðinni 2017/2018. Í loðnuleiðangri í haust var dreifingin mjög vestlæg eins og á undanförnum árum og fannst loðna nær ströndum Grænlands en áður hefur sést í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar á þessum slóðum. Meira »

Hafarnarstofninn stækkar stöðugt

05:30 Hafarnarstofninn hefur ekki verið jafn sterkur og nú síðan í lok 19. aldar. Hafarnarpörin voru 76 á liðnu sumri og fjölgaði um tvö frá því í fyrra. Þá komust upp 36 ungar úr 28 hreiðrum, en 51 par reyndi varp í sumar. Meira »

Vilja sameinast Fjarðabyggð

05:30 Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að óska eftir því við bæjarstjórn Fjarðabyggðar að kannaðir verði möguleikar á sameiningu sveitarfélaganna. Meira »

Afgreiddu 17 tilvik um báta sem voru dregnir til hafnar

05:30 Af 39 málum á síðasta fundi sjóslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa var 17 lokið með færslunni „vélarvana og dreginn til hafnar“. Meira »

Mótmæla uppbyggingu á Allianz-reit

05:30 Fjölmargar athugasemdir bárust vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svokölluðum Allianz-reit við Grandagarð í Reykjavík. Meirihlutinn í borgarráði, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri græn, styðja uppbygginguna en sjálfstæðismenn í minnihlutanum eru henni andvígir. Meira »

Þarf að kaupa losunarheimildir

05:30 Losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi mun fara fram úr heimildum samkvæmt Kýótó-bókuninni fyrir árin 2013-2020, samkvæmt greiningu Umhverfisstofnunar. Meira »

Kjörseðlarnir rjúka út á Spáni

05:30 Íslendingar búsettir á Torrevieja, Alicante og Benidorm á Spáni hafa verið mjög duglegir að kjósa utan kjörfundar vegna komandi þingkosninga. Meira »

Hrundi úr hillum og brotnaði

Í gær, 22:37 Jarðfræðingurinn Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem er yfir neyðarvörnum hjá Rauða krossinum á Suðurlandi, varð vel var við jarðskjálftana nú í kvöld. „Þá drundi í öllu og hristist allt og það hrundi hér úr hillum og brotnaði aðeins,“ segir Sigurjón sem á von á fleiri skjálftum. Meira »

Eldur í ruslageymslu

Í gær, 21:13 Eldur kom upp í ruslageymslu í Sólheimum á níunda tímanum í kvöld. Einn slökkvibíll var sendur á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Tvöfalt fleiri með geðraskanir

05:30 Nýgengi örorku vegna geðraskana hefur tvöfaldast á tímabilinu 2011 til 2016 en með nýgengi örorku er átt við fjölda einstaklinga sem fá sitt fyrsta 75% örorkumat hjá Tryggingastofnun ríkisins, miðað við dagsetningu úrskurðar. Meira »

Jörð skelfur við Selfoss

Í gær, 21:39 Klukkan 21:50 í kvöld varð jarðskjálfti af stærð 3,4 norðaustur af Selfossi og hafa tilkynningar borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist vel á Selfossi og í nágrenni. Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu frá því um kl. 16:00 í dag. Meira »

Erlendir göngu-hrólfar nánast einir um hituna

Í gær, 21:00 Þátttaka útlendinga í gönguferðum um Laugaveginn, úr Landmannalaugum í Þórsmörk, hefur aukist með hverju árinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að á nýliðnu sumri hafi hlutfall þeirra verið allt að 95% af um tólf þúsund sem fóru þessa vinsælu gönguleið. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5 days/d...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...