Íbúi í Grímsey: Ég er skíthræddur við þetta

Kvöldsól við vesturhluta Grímseyjar. Úr safni.
Kvöldsól við vesturhluta Grímseyjar. Úr safni. mbl.is/Einar Falur

„Þetta er að róast verulega; byrjaði í gærkvöldi og er í rauninni dottið mjög mikið niður,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands, um jarðskjálftahrinuna við Grímsey. Um 150 jarðskjálftar mældust á svæðinu í nótt, flestir undir þremur stigum að stærð. Íbúar í Grímsey halda ró sinni en þykir þetta ónotalegt.

Benedikt segir í samtali við mbl.is að stærð skjálftanna sé að minnka og þá hafi dregið verulega úr fjölda þeirra. Mun öflugri hrina varð í fyrrinótt en meginskjálftinn, sem varð um eittleytið aðfararnótt 2. apríl, mældist vera 5,5 stig.

Í kjölfarið lýsti ríkislögreglustjóri, að höfðu samráði við vísindamenn, lögreglustjórana á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík, yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar. Óvissustigið er enn í gildi.

Aðspurður segir Benedikt að miðað við núverandi mælingar þá sé útlit fyrir að skjálftahrinan sé að deyja út. „Það eru miklu færri skjálftar sem fara yfir þrjá núna í nótt og tíðni skjálfta er að minnka mjög mikið,“ segir hann. Menn verði hins vegar að bíða og sjá hvort hrinan sé í raun og vera að renna sitt skeið eður ei. Ekki sé hægt að útiloka að ný hrina fari af stað eftir stutt hlé.

Hann segir að um það bil 150 jarðskjálftar hafi mælst í nótt en að þeir hafi verið margfalt fleiri frá því á mánudag.

Mjög ónotalegt

Sigurður Bjarnason, íbúi í Grímsey, segist í samtali við mbl.is ekki hafa fundið fyrir jarðhræringunum í eynni í nótt en hann fann vel fyrir jarðskjálftunum í fyrrinótt. Þá hafi verið mikil læti og titringur rétt fyrir og eftir miðnætti.

Aðspurður segir Sigurður að Grímseyingar haldi almennt ró sinni en þetta sé vissulega óþægilegt.

„Ég er skíthræddur við þetta en við höldum alveg ró okkar svona þannig að við erum ekkert að farast úr stressi. Almennt þykir fólki þetta hundleiðinlegt og það eru margir sem finnst þetta vera mjög ónotalegt,“ segir Sigurður sem hefur verið búsettur í Grímsey alla sína ævi, eða í tæp 60 ár.

Þá segir hann að hrinan nú sé í takt við það sem verið hefur á svæðinu á undanförnum árum. „Þessi er svosem ekkert öðruvísi heldur en aðrar hrinur sem hafa komið,“ segir hann. Sigurður bætir við að hann viti ekki til þess að nokkurt eignatjón hafi orðið af völdum skjálftanna.

„Þetta mjög ónotalegt og er algjör óþarfi. En ég hef nú samt meiri áhyggjur af Kóreuskaganum,“ segir Sigurður að lokum.

Upplýsingar um jarðskjálfta á vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Enn hætta á hruni á Valahnúk

19:19 Frá því í desember 2016 hefur verið lokað fyrir umferð fólks á Valahnúk á Reykjanesi. Ákvörðun um lokun var var m.a. tekin í samráði við Almannavarnanefnd Suðurnesja vegna hættu á hruni úr brún hnúksins. Meira »

Vilja komast burt af Íslandi

18:37 „Við erum að reyna að komast burt af eyjunni þinni,“ segja þau Pat, Gail og Chuck Spencer í samtali við blaðamann mbl á Keflavíkurflugvelli. Þau áttu flug með Icelandair til Chicago í dag. Flugið þeirra var fellt niður og átti að reyna að koma þeim til New York í staðinn. Meira »

Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun

18:35 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Maðurinn var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljóna króna í miskabætur. Meira »

Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn

17:17 Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn þriðja árið í röð en þetta kemur fram í könnun MMR um vinsældir íslensku jólasveinanna. Stúfur og Hurðaskellir koma næstir á eftir Kertasníki. Meira »

Lögðu hald á amfetamínbasa og MDMA

16:48 Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um innflutning og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Mennirnir eru allir pólskir ríkisborgarar. Þá voru þrír menn handteknir í Hollandi. Meira »

Fylkir fær gervigras og Reykjavíkurborg lóðir

16:46 Í dag var gengið frá samkomulagi um uppbyggingu á aðalvelli Fylkis við Fylkisveg í Árbæ. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Gíslason formaður Fylkis undirrituðu samkomulagið. Meira »

Fundur flugvirkja og SA hafinn

16:12 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst núna klukkan fjögur hjá ríkissáttasemjara.   Meira »

Kæru á hendur MAST vísað frá

16:29 Nýlega vísaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frá kæru á hendur Matvælastofnun. Ástæðan var sú að meira en þrír mánuðir voru liðnir frá ákvörðun stofnunarinnar og því of seint fyrir kærendur að reyna að fá ákvörðuninni hnekkt hjá æðra stjórnvaldi. Meira »

Teygði anga sína til Íslands

16:10 Fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi 12. desember í tengslum við viðamikla alþjóðlega rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði sig til Íslands. Þar af voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ætluð brot snúa að innflutningi og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Meira »

Álag á bráðadeild vegna hálkuslysa

16:00 Mikið álag hefur verið á starfsfólki bráðadeilda Landspítalans undanfarna daga vegna hálku. Fljúgandi hálka er einnig á Akureyri en þar er ástandið engu að síður betra. Tveir voru þó fluttir á slysadeildina á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Meira »

Erfitt ástand og snertir marga illa

15:49 Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum.“ Meira »

Píratar vilja enn borgaralaun

15:28 Píratar hafa lagt fram þingsályktun um um skilyrðislausa grunnframfærslu, öðru nafni borgaralaun. Fyrsti flutningsmaður er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, en aðrir þingmenn flokksins eru meðflutningsmenn. Meira »

Fólki fjölgar í röðinni

15:05 Fólki fer nú fjölgandi í röðinni við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugfelli. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Söluskrifstofan opnaði klukkan 05:30 í morgun og þá hafi um 100-150 manns verið í röð. Meira »

Viðamikil alþjóðleg lögregluaðgerð

14:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar í kl. 16 í dag, en tilefnið er viðamikil, alþjóðleg lögregluaðgerð. Meira »

Dæmt til að greiða 52 milljónir

14:24 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vaðlaheiðargöng hf. til þess að greiða verktakafyrrtækinu Ósafli tæplega 52 milljónir króna í deilu um það hvor aðili eigi að njóta lækkunar virðisaukaskatts í byrjun árs 2015. Meira »

Fjárlagavinnan gengur vel

14:44 „Þetta er allt á áætlun. Við erum bara í gestakomum og verður langt fram á kvöld í því og á morgun og stefnum á að fara inn í þingið aftur samkvæmt starfsáætlun 22. desember. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það held ég.“ Meira »

Flugferðum ekki fjölgað hjá WOW air

14:26 WOW air ætlar ekki að fjölga flugferðum hjá sér vegna verkfalls flugvirkja hjá Icelandair.  Meira »

Flugvirkjar funda klukkan fjögur

14:21 Nýr fundur í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hefur verið boðaður klukkan 16 í dag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ. Hálsmen úr
silfri (22mm) 6.900- kr 14k gull 49.500-. Stór (30mm) silfur 12.500,- 14k gull ...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...