Laugarnes eða Sölvhólsgata?

Listaháskóli Íslands er í dag staðsettur í Laugarnesi.
Listaháskóli Íslands er í dag staðsettur í Laugarnesi. mbl.is/Brynjar Gauti

Ríkisstjórnin samþykkti í dag tillögu Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra um að láta meta tvo kosti varðandi framtíðaruppbyggingu Listaháskóla Íslands, annars vegar í Laugarnesi og hins vegar við Sölvhólsgötu.

Fyrir hrun voru uppi áform um að byggja upp húsnæði fyrir Listaháskólann við Laugaveg. Hætt hefur verið við það.

„Þessi samþykkt felur í sér að okkur verður falið í samráði við skólann og Reykjavíkurborg, að kostnaðarmeta tvo kosti, sem er annars vegar uppbygging í Laugarnesinu þar sem skólinn er með hluta af sinni starfsemi í dag. Hins vegar er uppbygging á svokölluðum Sölvhólsgötureit, þar sem leiklistar- og tónlistardeildin eru núna,“ sagði Katrín í samtali við mbl.is.

Báðar þessar lóðir eru í eigu ríkisins. Uppbygging á þeim myndi kalla á breytingu á deiliskipulagi. Katrín segir að í Laugarnesinu sé bygging, en ljóst sé að henni þyrfti að breyta verulega og byggja við hana. Hún segir ljóst að til að leysa húsnæðismál Listaháskólans þurfi að fjárfesta fyrir nokkra milljarða. Núna komi vinnan til með að snúast um að meta betur kostnað við þessa tvo kosti.

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fyrir hrun voru uppi hugmyndir um að koma Listaháskólanum fyrir …
Fyrir hrun voru uppi hugmyndir um að koma Listaháskólanum fyrir við Laugaveg. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert