Torkennilegur hlutur á undarlegum stað

Sprengjusérfræðingar telja að þarna sé um flot úr kafbátagirðingu að …
Sprengjusérfræðingar telja að þarna sé um flot úr kafbátagirðingu að ræða. Staðsetningin þykir aftur á móti undarleg. mynd/Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslunni barst á miðvikudag tilkynning um torkennilegan hlut sem fannst við Markarfljót, skammt frá þjóðveginum.  Þar sem ekki tókst að senda mynd til Landhelgisgæslunnar var ákveðið að þyrla í eftirlitsflugi kæmi við á staðnum og myndaði hlutinn.

Fram kemur á vef Gæslunnar, að myndirnar hafi síðan verið sendar til greiningar hjá sprengjusérfræðingum og töldu þeir að um sé að ræða flot úr kafbátagirðingu.

Hluturinn verður kannaður nánar en staðsetningin þykir undarleg að sögn Landhelgisgæslunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert