Veiða sér til matar í róðri milli Noregs og Íslands

Fjórir Íslendingar hyggjast róa á milli Noregs og Íslands í sumar. Til verksins nota mennirnir sérstakan úthafsróðrabát til að róa yfir Norður-Atlantshafið. Enginn hefur gert þetta áður svo vitað sé til. 

Róið verður í fyrsta áfanga frá Noregi til Orkneyja og þaðan áleiðis til Færeyja áður en farið er til Íslands. Saga Film hefur hafið tökur á heimildamynd um leiðangurinn.

Stysta leið á milli landanna er 1600 kílómetrar en að sögn Eyþórs Eðvarðssonar, sem er einn fjórmenninganna, má gera ráð fyrir því fyrir því að ferðin sé um 2500 kílómetrum í sjó vegna straums og vinda. Auk Eyþórs verða þeir Einar Örn Sigurdórsson, Kjartan Jakob Hauksson og Svanur Wilcox með í för. 

Leggja af stað á þjóðhátíðardegi Norðmanna

Hann segir að meðalhraðinn sé um 5 kílómetrar á klukkustund. Lagt verður af stað frá Kristiansand, 17. maí á þjóðhátíðardegi Norðmanna. „Við verðum vonandi komnir til Íslands undir lok júlí eftir það getur verið allra veðra von og ekki eins gott að róa í slíkum aðstæðum,“ segir Eyþór.

Bátinn keyptu þeir frá Hollandi. Hann vegur 1,6 tonn og er útbúinn rými til gistingar auk stjórnklefa. Eyþór segir tvo róa í einu á meðan tveir hvíla sig allan sólarhringinn. Hann segir að hugmyndin hafi kviknað út frá kappróðrardegi á sjómannadeginum. Vistir til þriggja mánaða verða um borð.

„Við erum líka með eimingargræjur sem gera okkur kleift að eima vatn. Við þurfum mikið að drekka. Svo erum við með veiðistöng sem við getum notað til að veiða okkur til matar,“ segir Eyþór.

Verða líklega sjóveikir 

Hann segir að báturinn verði í sambandi við Siglingamálastofnun á hverjum degi. Allir hafa þeir farið í slysavarnarskóla sjónmanna. Allir eiga mennirnir rætur að rekja til Vestfjarða og hafa unnið við sjóstörf. „En við verðum líklega sjóveikir, við sleppum líklegast ekki við það,“ segir Eyþór.

Undirbúningur ferðarinnar hófst fyrir einu og hálfu ári. ,,Við höfum nýtt tímann í að koma okkur í form. Við höfum róið í um klukkutíma á dag, lækkað púlsinn til að vera eins og góð dísilvél. Við munum brenna upp undir 7 þúsund kaloríum á sólarhring. Því þurfum við að borða, drekka og sofa vel. En við munum grennast það er ljóst,“ segir Eyþór.

Á slóðir Auðar djúpúðgu

Báturinn heitir Auður djúpúðga eftir kvenskörungnum mikla. „Hún tengir saman allt svæðið sem við róum um. Hún er frá Noregi, hún kynntist Ólafi Hvíta á Orkneyjum, svo fór hún til Færeyja líka. Í Orkneyjum munum við hitta fyrir sagnamann sem segir frá tengslum Íslendinga við Orkneyjar, sama verður gert í Færeyjum. Íslendingar skrifuðu sögu Færeyinga og sögu Orkneyinga. Því viljum við minna á þessi sögulegu tengsl sem þarna eru,“ segir Eyþór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins hófst klukkan 11 á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn er sendur út í beinni útsendingu og hægt er að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »

Kom hingað til að lifa af

09:33 Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Meira »

Finnur fyrir stuðningi og meðbyr

08:59 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. Meira »

Gefa tæki fyrir 40 milljónir

08:55 Í nóvember munu Hollvinasamtök SHA afhenda tæki og búnað að andvirði tæplega 40 milljóna króna. „Við höfum verið ansi drjúg en það hittir þannig á fyrir tilviljun að nóvembermánuður verður óvenjustór hjá okkur,“ segir formaður samtakanna. Meira »

Ullserkur setur svip á borgina

08:18 Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Meira »

Um 2.500 fá ekki lífeyrisaukann

07:57 Um 2.500 starfsmenn hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur sem eru félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ fá ekki umsamda viðbótargreiðslu við hefðbundið iðgjald í lífeyrissjóð sem ASÍ samdi um á dögunum við ríki og borg vegna starfsmanna þeirra. Meira »

Haustlægð kemur í heimsókn

07:07 Haustið er gengið í garð með öllum sínum haustlægðum og í dag kemur ein slík í heimsókn. Hlýskil hennar ganga norður yfir landið og fylgir þeim talsverð eða mikil rigning, mest á Suðausturlandi og Austfjörðum, þó í mun minni mæli fyrir norðan, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Unnið að því að manna sendinefnd

07:37 Alþingi vinnur nú að því að finna fulltrúa til þess að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Reglan er núna sú að fjórir eða fimm alþingismenn sitja þingið fyrir Íslands hönd. Meira »

Fann mikið magn peninga

06:59 Heiðvirður borgari kom á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi með peningaveski sem hann hafði fundið. Í veskinu er mikið magn reiðufjár sem lögreglan vill koma í réttar hendur. Meira »

Fluttur á slysadeild eftir árekstur

06:49 Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl eftir árekstur við Kópavogslæk seint í gærkvöldi.   Meira »

Lögregla lokaði skemmtistað

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að loka skemmtistað í Kópavogi í nótt þar sem þar reyndist vera töluverður fjöldi krakka undir aldri á staðnum þegar lögreglan kom þangað í eftirlitsferð um þrjúleytið. Meira »

Stjórnlaus af sveppaneyslu

06:34 Rétt eftir miðnætti þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að flytja mann, sem var í mjög annarlegu ástandi sökum neyslu sveppa, á slysadeild Landspítalans. Meira »

Íslensku konurnar áfrýja í PIP-málinu

05:30 Flestar þeirra íslensku kvenna sem hlutu greiðslur frá þýska fyrirtækinu TÜV Rheinland, vegna PIP-brjóstapúðamálsins, vilja áfrýja málinu á næsta dómstig. Meira »

Þrír milljarðar urðu eftir í þrotabúum

05:30 Helmingur sáttagreiðslu Deutsche Bank til Kaupþings, um 212,5 milljónir evra eða um 27 milljarðar króna, rann fyrst í gegnum félögin Chesterfield og Partridge, sem eru í gjaldþrotameðferð, og barst þaðan til Kaupþings. Meira »

Undiralda í Framsóknarflokknum

05:30 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir marga framsóknarmenn „æfa“ yfir því baktjaldamakki sem nú standi yfir í Skagafirði. Það geti „stórskaðað“ flokkinn svo skömmu fyrir þingkosningar. Meira »

Vilja vinna þangi í Breiðafirði

05:30 Íslenska kalkþörungafélagið hefur nú mikinn áhuga á að hefja vinnslu á þangi í Breiðafirði með aðstöðu í Stykkishólmi.  Meira »

Ferðamenn í íbúð Félagsbústaða

05:30 Félagsbústaðir hf. munu senda öllum leigutökum sínum, sem eru um 2.500 talsins, bréf til að vekja athygli þeirra á því að framleiga íbúða til ferðamanna sé með öllu óheimil. Meira »

Vísbendingar um nokkurt launaskrið

05:30 Merki eru um að eitthvert launaskrið sé komið í gang á vinnumarkaði um þessar mundir en launavísitalan í ágúst hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,2% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær. Meira »
Antiksalan
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
Íslenskir stálstólar - nýklæddir - 4 stykki
Er með fjóra flotta íslenska stáeldhússtóla, nýtt áklæði, á 12.500 kr. stykkið....
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
 
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...