Veiða sér til matar í róðri milli Noregs og Íslands

Fjórir Íslendingar hyggjast róa á milli Noregs og Íslands í sumar. Til verksins nota mennirnir sérstakan úthafsróðrabát til að róa yfir Norður-Atlantshafið. Enginn hefur gert þetta áður svo vitað sé til. 

Róið verður í fyrsta áfanga frá Noregi til Orkneyja og þaðan áleiðis til Færeyja áður en farið er til Íslands. Saga Film hefur hafið tökur á heimildamynd um leiðangurinn.

Stysta leið á milli landanna er 1600 kílómetrar en að sögn Eyþórs Eðvarðssonar, sem er einn fjórmenninganna, má gera ráð fyrir því fyrir því að ferðin sé um 2500 kílómetrum í sjó vegna straums og vinda. Auk Eyþórs verða þeir Einar Örn Sigurdórsson, Kjartan Jakob Hauksson og Svanur Wilcox með í för. 

Leggja af stað á þjóðhátíðardegi Norðmanna

Hann segir að meðalhraðinn sé um 5 kílómetrar á klukkustund. Lagt verður af stað frá Kristiansand, 17. maí á þjóðhátíðardegi Norðmanna. „Við verðum vonandi komnir til Íslands undir lok júlí eftir það getur verið allra veðra von og ekki eins gott að róa í slíkum aðstæðum,“ segir Eyþór.

Bátinn keyptu þeir frá Hollandi. Hann vegur 1,6 tonn og er útbúinn rými til gistingar auk stjórnklefa. Eyþór segir tvo róa í einu á meðan tveir hvíla sig allan sólarhringinn. Hann segir að hugmyndin hafi kviknað út frá kappróðrardegi á sjómannadeginum. Vistir til þriggja mánaða verða um borð.

„Við erum líka með eimingargræjur sem gera okkur kleift að eima vatn. Við þurfum mikið að drekka. Svo erum við með veiðistöng sem við getum notað til að veiða okkur til matar,“ segir Eyþór.

Verða líklega sjóveikir 

Hann segir að báturinn verði í sambandi við Siglingamálastofnun á hverjum degi. Allir hafa þeir farið í slysavarnarskóla sjónmanna. Allir eiga mennirnir rætur að rekja til Vestfjarða og hafa unnið við sjóstörf. „En við verðum líklega sjóveikir, við sleppum líklegast ekki við það,“ segir Eyþór.

Undirbúningur ferðarinnar hófst fyrir einu og hálfu ári. ,,Við höfum nýtt tímann í að koma okkur í form. Við höfum róið í um klukkutíma á dag, lækkað púlsinn til að vera eins og góð dísilvél. Við munum brenna upp undir 7 þúsund kaloríum á sólarhring. Því þurfum við að borða, drekka og sofa vel. En við munum grennast það er ljóst,“ segir Eyþór.

Á slóðir Auðar djúpúðgu

Báturinn heitir Auður djúpúðga eftir kvenskörungnum mikla. „Hún tengir saman allt svæðið sem við róum um. Hún er frá Noregi, hún kynntist Ólafi Hvíta á Orkneyjum, svo fór hún til Færeyja líka. Í Orkneyjum munum við hitta fyrir sagnamann sem segir frá tengslum Íslendinga við Orkneyjar, sama verður gert í Færeyjum. Íslendingar skrifuðu sögu Færeyinga og sögu Orkneyinga. Því viljum við minna á þessi sögulegu tengsl sem þarna eru,“ segir Eyþór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ökklabrotinn göngumaður á Arnarstapa

21:28 Björgunarsveitir Landsbjargar eru að aðstoða göngufólk í vanda á þremur stöðum nú í kvöld. Rétt fyrir átta var tilkynnt um ökklabrotinn göngumann á gönguleiðinni á milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi. Meira »

„Erum í raun einir á fjallinu“

21:21 „Ég ætlaði reyndar að fara 2020 en svo dó pabbi um jólin þannig að ég ákvað bara að drífa mig af stað,“ segir John Snorri Sigurjónsson í samtali við mbl.is. Svartaþoka, drunur frá snjóflóðum, snjóhengjur og sprungur í fjallinu hafa sett mark sitt á för hans á tind fjallsins K2. Meira »

Villtist á fjalli við Seyðisfjörð

21:13 Kona villtist vegna þoku í grennd við Hánefstaðafjall við Seyðisfjörð. Búið er að staðsetja konuna með GPS-tækjum og bíður hún þess að vera sótt og ferjuð niður. Meira »

Þriðji stóri skjálftinn á Reykjanesskaga

20:59 Þriðji jarðskjálftinn sem mældist í kringum fjóra að stærð varð á Reykjanesskaga um hálfníuleytið í kvöld.  Meira »

Fylgdust með tapinu á Ingólfstorgi

20:41 Töluverður hópur fólks var saman komin á Ingólfstorgi í kvöld til að fylgjast með leik Íslands og Austurríkis á EM. Blái liturinn var áberandi hjá áhorfendum sem augljóslega voru komnir til að styðja sínar konur. Meira »

Hundarnir njóta nuddsins

20:30 Þegar hundur Berglindar Guðbrandsdóttur tognaði fór hún með hann í hundanudd. Í kjölfarið ákvað hún að læra sjálf hundanudd, sem hún segir þurfa að vera gert á forsendum hundsins. Meira »

Tveir með annan vinning í Víkingalottó

19:53 Enginn var með allar tölur réttar í Vík­ingalottó­inu í kvöld, en fyrsti vinningur var tæpir 1,3 milljarðar króna. Tveir hlutu hins vegar annan vinning og fær hvor þeirra 15 milljónir króna í sinn hlut. Var annar miðinn keyptur á Íslandi en hinn í Noregi. Meira »

Slasaðist á Esjunni

20:15 Sækja þurfti konu upp á Esjuna í dag sökum þess að hún hafði meitt sig á ökkla og gat ekki haldið áfram göngu. Konan var komin upp í miðjar hlíðar fjallsins er hún slasaðist. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu notaði sexhjól til að koma konunni niður. Meira »

Hver á rétt á verðmætunum?

19:53 Margir hafa spurt sig hvar eignarréttur á verðmætum í efnahagslögsögu landsins liggur, eftir að norska rannsóknarskipið Seabed Constructor hóf rannsóknir við þýska flakið Minden fyrr á árinu. Hver á rétt á verðmætum í skipinu, sem gætu verið upp á milljarða króna? Meira »

Ekkert eftirlit með fitufrystingu

19:30 „Því er auðvitað tekið mjög alvarlega þegar fólk verður fyrir tjóni,“ segir Haraldur Briem, settur landlæknir, en eins og Sunnudagsblað Morgunblaðsins greindi frá um síðustu helgi kom eitt versta kalsártilvik vegna fitufrystingar á heimsvísu upp hér á landi á síðasta ári. Meira »

Tengslin við náttúruna eru mikilvæg

18:25 „Margir þjást af streitu og áreiti í daglegu lífi og á námskeiðinu einbeitum við okkur að græðandi áhrifum náttúrunnar.“ Þetta segir Kristín Þorleifsdóttir en hún mun, ásamt Bandaríkjamönnunum Greg og Devon Hase, halda námskeið í hugleiðslu og núvitund í Skyrgerðinni í Hveragerði. Meira »

Yfirlæknar æfir vegna starfsauglýsingar

17:45 Mikil óánægja ríkir meðal yfirlækna á rannsóknarsviði Landspítala eftir að staða yfirlæknis erfða- og sameindalæknisfræðideildar var auglýst laus til umsóknar. Það sem gerir málið sérstakt er að núverandi yfirlæknir deildarinnar hefur ekki sagt upp eða verið sagt upp. Meira »

Sólarstundir nýttar í Laugardalnum

17:02 Veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins í dag þar sem hiti mældist 20 gráður líkt og víða um land. Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var að vonum fjölmenni sem nýtti sér góða veðrið til að bregða á leik. mbl.is var á staðnum og kíkti á stemninguna. Meira »

Töluverðar blæðingar í Norðurárdal

15:24 „Við erum að reyna komast að því hvað er að,“ segir Jón Helgi Helgason, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, um dularfullar tjörublæðingar í Norðurárdal í Borgarfirði. Blæðingarnar eru töluverðar. Meira »

Bíða með óþreyju eftir nýrri reglugerð

14:20 Smábátaeigendur eru nú sagðir bíða með óþreyju eftir reglugerð frá sjávarútvegsráðuneytinu um viðbótarheimildir í makríl. Greint er frá þessu á vef Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Skjálfta­hrinan stendur enn

16:45 Skjálfta­hrinan, sem hófst norðaust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga í morg­un, stendur enn. Á annað hundrað skjálfta hefur mælst síðan í morgun, þar sem flestir voru af stærðinni 1,0 og 2,0. Þá hafa mælst sjö skjálftar sem hafa verið um 3,0 að stærð eða stærri. Meira »

John Snorri kominn í síðustu búðir

14:53 John Snorri Sigurjónsson var rétt í þessu að komast upp í fjórðu búðir á fjallinu K2. Dagurinn var langur og erfiður og nú er hópurinn að taka stöðuna á því hvenær skuli haldið áfram á toppinn. Meira »

Skjálfti að stærð 4 við Fagradalsfjall

14:20 Skjálfti að stærð 4,0 með upp­tök um tvo og hálfan kílómetra aust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga varð kl. 13.55. Rétt fyrir hádegi, klukkan 11.40, mældist annar jarðskjálfti að stærð 3,9. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Bílastæðamálun - heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Eyjasol íbúðir og sumarhús.....
Fallegar 2- 3ja herb. íbúðir fyrir ferðafólk og íslendinga á faraldsfæti. Allt ...
Rúmnuddari á 7800 kr. Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur
Rúmnuddari Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur kr 7800. ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...