Afþakkaði boð frá foreldrum samkynhneigðra barna vegna anna

Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir eru nú í opinberri heimsókn …
Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir eru nú í opinberri heimsókn í Kína.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sem er nú í opinberri heimsókn í Kína, hefur afþakkað boð frá foreldrum samkynhneigðra barna í Kína, en foreldrarnir vildu bjóða Jóhönnu í kaffi og fá tækifæri til að ræða við hana.

Kínverski fréttavefurinn South China Morning Post greinir frá þessu. Þar er haft eftir starfsmönnum sendiráðs Íslands í Peking, höfuðborg Kína, að svar hefði borist við boði foreldranna í dag. Þeir segja að ráðherrann hafi afþakkað boðið þar sem hún sé önnum kafin og dagskrá hennar í Kína þétt skipuð.

Jóhanna er nú í opinberri heimsókn ásamt eiginkonu sinni, Jónínu Leósdóttur.

Samtökin foreldra samkynhneigðra barna í Kína vonuðust til að fá hitta Jóhönnu og Jónínu en þau gerðu sér grein fyrir að líkurnar væru ekki miklar, að því er segir í fréttinni. „Opinber heimsókn þeirra er raunveruleg jafnréttislexía fyrir leiðtoga okkar,“ segir A Qiang, sem er starfsmaður samtakanna. Heimsókn þeirra sé mikil hvatning og þá bætir hann því við að kínverskir embættismenn fái nú eflaust kennslustund í því hvernig eigi að taka á móti þeim með viðeigandi hætti.

Í fréttinni kemur jafnframt fram að margir bloggarar hafi velt vöngum yfir því hvernig yrði tekið á móti Jóhönnu og Jónínu. T.d. var spurt hvort Jónína myndi vera með á ljósmyndum með Peng Liyuan, sem er eiginkona Xi Jinping, forseta Kína.

Móðir lesbíu birti opið bréf til Jóhönnu á bloggsíðu þar sem hún hrósaði Jóhönnu fyrir hugrekki sitt með því að deila sinni sögu.

„Ég hef beðið dóttur mína um að læra af þér og hafa áhrif í heiminum. Þú hefur lifað óvenjulegu og hugrökku lífi,“ segir móðirin í bréfinu og í framhaldinu bauð hún Jóhönnu í heimsókn í Chongqing.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert