Niðurfelling til umsagnar

„Hugmyndin er að leysa málefni þeirra sem tóku lánsveð á svipaðan hátt og gert var með 110% leiðina. Þannig að þau lán yrðu jöfnuð til samræmis við þá niðurfellingu sem aðrir fengu á sínum tíma,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.

Þeir lífeyrissjóðir sem eiga aðild að Landssamtökum lífeyrissjóða eru með til umsagnar tillögu frá stjórnvöldum um lausn á skuldavanda lánsveðshóps. Samþykki lífeyrissjóðirnir þessa útfærslu mun kostnaðurinn að mestu lenda á ríkissjóði en lífeyrissjóðir hafa þröngar heimildir til afskrifta.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þórey Fjármálaeftirlitið fylgjast náið með málinu enda eru eigur lífeyrissjóðsfélaga varðar af eignarrétti. Að sögn Þóreyjar hefur tillagan verið kynnt lífeyrissjóðunum og mun afstaða þeirra gagnvart henni liggja fyrir innan tveggja vikna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert