Stór mál á dagskrá héraðsdóms

Dómsalur í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsalur í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Fimm mál sem vakið hafa athygli verða á dagskrá í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Meðal annars verða þingfest tvö mál sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað á hendur æðstu stjórnendum Kaupþings banka og gamla Landsbankans fyrir meinta markaðsmisnotkun.

Einnig verður fyrirtaka í máli embættisins gegn Lýði Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Exista, og Bjarnfreði H. Ólafssyni lögmanni. Lýður er ákærður fyrir stórfellt brot á hlutafélagalögum.

Eins fer á morgun fram munnlegur málflutningur í máli sérstaks saksóknara gegn Eiríki Sigurðssyni kaupmanni og Hjalta Magnússyni endurskoðanda, sem eru ákærðir fyrir stórfelld skattalagabrot, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert