Þrýsta á verðbólgu

mbl.is/Heiðar

Þrátt fyrir að verðbólgan hafi farið lækkandi að undanförnu eru ýmsir undirliggjandi þættir líklegir til að viðhalda verðbólguþrýstingi.

Þetta er mat sérfræðinga sem Morgunblaðið ræddi við en þeir benda m.a. á að allar líkur séu á að gengi krónunnar gefi eftir í haust.

Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að skattalækkanir muni ýta undir verðbólgu og aukin eftirspurn veikja gengið. Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, segir að það geti reynst heppilegt að bíða með launahækkanir í haust. Brýnt sé að auka framleiðni íslenskra fyrirtækja.

Í umfjöllun um verðbólguhorfurnar í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að greiningardeildir stóru bankanna þriggja spá áframhaldandi verðbólgu og Greining Íslandsbanka telur að vextir hækki 2014.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert