Lokað á alla umferð á fjallvegum

Allur akstur á hálendinu er bannaður.
Allur akstur á hálendinu er bannaður. mbl.is/Landsbjörg

Ófært er á öllu hálendinu og á sumum fjallvegum er umferð bönnuð.

Þannig er allur akstur bannaður inn í Landamannalaugar, um báðar Fjallabaksleiðir, Arnarvatnsheiði, Kjöl, hluta af Sprengisandsleið og inn að Lakagígum.

Að sögn Pálls Halldórssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Selfossi, er ekki mikill snjór á fjallvegum á starfssvæði hans en mikill klaki og aurbleyta komin í þá, að minnsta kosti neðantil.

ATHUGASEMD


Fært er inní Þórsmörk

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert