„Ísland vill ekki um borð í Titanic“

Norden.org

„Þegar Ísland varð illa úti í alþjóðlegu fjármálakrísunni árið 2008 leituðu margir eftir bjargvætti. Evrópusambandið var tekið í misgripum fyrir bjargvætt og umsókn um inngöngu í sambandið send af stað,“ segir Søren Søndergaard, Evrópuþingmaður fyrir dönsku samtökin Folkebevægelsen mod EU, vegna þeirrar ákvörðunar nýrrar ríkisstjórnar Íslands að setja á ís viðræðurnar um inngöngu landsins í Evrópusambandið.

Søndergaard, sem situr í nefnd Evrópuþingsins sem heldur utan um samskipti við Ísland, Noreg og Sviss, segir ennfremur í fréttatilkynningu á heimasíðu samtakanna að efnahagserfiðleikarnir innan Evrópusambandsins og einkum á evrusvæðinu haft mikil áhrif á afstöðu fólks á Íslandi. Á meðan hagvöxtur minnki eða standi í besta falli í stað á evrusvæðinu hafi hann aukist á Íslandi. Og á meðan atvinnuleysi sé stjórnlaust í Evrópusambandinu og skapi óróa og fátækt hafi það minnkað mikið á Íslandi. Líkir hann sambandinu við farþegaskipið feiga Titanic en fyrirsögn tilkynningarinnar er: „Ísland vill ekki um borð í Titanic“.

Hann segir að ákvörðun Íslands sé alvarleg ofanígjöf við Evrópusambandið sem hafi ekki aðeins orðið sífellt óvinsælla á meðal íbúa þess heldur hafi nú fengið slíka ofanígjöf frá ríki sem búi að langri lýðræðishefð. Það líti ekki vel út í ferilskrá sambandsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert