Alhvít jörð í Norðurfirði

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. mbl.is

Jörð var orðin alhvít í morgunsárið í Norðurfirði eftir að það snjóaði í nótt, að sögn Jóns Guðbjörns Guðjónssonar veðurathugunarmanns í Litlu-Ávík í Árneshreppi. Hann segir að vegna plássleysis í húsum hafi bændur verið búnir að setja lambfé út á tún þótt kalt og vætusamt hafi verið en sumir bændur hafi hins vegar rekið fé inn aftur í gærkvöldi vegna slæmrar veðurspár næstu daga.

Þröng sé því á þingi í fjárhúsum bænda í Árneshreppi þótt það elsta af lambfénu sé úti í veðrinu en sauðburður er nú langt kominn. Jón segir að samkvæmt spá norsku veðurstofunnar (YR) sé ekki útlit fyrir gott veður fyrr en 3. júní.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert