Ísland friðsælast

Ísland er í fyrsta sæti alþjóðlegrar friðarvísitölu (GPI) sem birt er í dag. Í tilkynningu frá aðstandendum Global Peace Index kemur fram að Ísland hafi á milli ára tryggt enn frekar stöðu sína sem friðsamasta ríki heims með því að draga enn frekar úr kostnaði til varnarmála ólíkt flestum öðrum löndum.

Fjölgun morða og aukinn kostnaður við varnarmál hefur mikil áhrif á stöðu margra ríkja. Einkum í rómönsku Ameríku og ríkjunum sunnan Sahara í Afríku. Tekið er sem dæmi að í Hondúras hefur tíðni morða aukist verulega á milli ára og þar eru 92 morð á hverja 100 þúsund íbúa. Hvergi í heiminum er hlutfallið jafn hátt og þar, segir í fréttatilkynningu.

Ísland var einnig í fyrsta sæti vísitölunnar í fyrra en Afganistan er í neðsta sæti lista þeirra 162 landa sem tekin eru fyrir í vísitölunni.

 Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert