Loforð ungra ökumanna

Ungir ökumenn virðast lofa góðu í umferðinni.
Ungir ökumenn virðast lofa góðu í umferðinni. Ómar Óskarsson

VÍS rekur verkefnið „ég lofa“ bæði á heimasíðu og facebook síðu fyrirtækisins. Þar geta menn sett sér markmið um fyrirmyndahegðun í umferðinni á meðan verkefnið stendur yfir og að öllum vonum til frambúðar.

Bæði er hægt er að merkja við loforð sem hverjum og einum finnst henta eða velja sitt eigið. Verkefnið hefur staðið yfir frá 21. maí og því lýkur þann 17. júní.

Mörg bráðsniðug og nytsamleg loforð eru þegar komin. Þar má meðal annars nefna: „Ég lofa að vera til fyrirmyndar í umferðinni og leiðbeina börnum mínum um hvernig maður hagar sér í umferðinni og kenna þeim umferðareglurnar.“

Lakari ökumenn einnig lastaðir

Þá hyggja aðrir halda áfram á góðri leið, en eitt loforð segir: „Ég mun halda áfram á þeirri braut sem ég hef verið á að virða lög og reglur í umferðinni.“

Þá nýta menn einnig tækifærið til að siða aðra lakari ökumenn til. „Alltof margir ökumenn eru með aðra hönd á stýri þar sem þeir tala óspart í farsíma við akstur. Óþolandi ökumenn það. Þessir ökumenn virða ekki öryggi við akstur, t.d. strætóbílstjórar haga sér þannig.“

Enn aðrir líta þá til tækifæra sem felast í öruggum akstri og lofa að ekki að aka ekki of hratt, því það spari pening.

Ungir ökumenn hafa bætt sig

Samkvæmt tölum Umferðarstofu hefur slysatíðni aldurshópsins 17-20 ára lækkað töluvert undanfarin ár, en á síðasta ári lækkaði þeim um 45% ef miðað er við meðaltal síðustu 10 ára. Flest banaslys í umferðinni eru þó í aldurshópnum 15-24 ára. Í þeim hópi eru einnig flestir þeirra sem verða valdir að slíkum slysum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert