Um helmingi lægra veiðigjald á útgerðir sem veiða botnfisk

mbl.is/ÞÖK

Veiðigjöld á útgerðir sem einbeita sér að botnfiskveiðum lækka um allt að helming verði frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjöld að lögum á Alþingi. Nemendur í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri hafa reiknað þetta út og birt á vef um veiðigjaldið.

Útgerðir sem einbeita sér að uppsjávartegundum horfa hins vegar fram á allt að fjórðungi hærra veiðigjald verði frumvarpið samþykkt. „Við erum mjög ósáttir við það og finnst þetta koma í bakið á okkur,“ segir Páll Snorrason, framkvæmdastjóri Eskju hf. á Eskifirði. Hann sér fram á að veiðigjald á fyrirtæki hans hækki mikið með frumvarpi ríkisstjórnarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert