Ræðir samgöngumál á Vestfjörðum

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Af vef innanríkisráðuneytisins

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tekur í dag þátt í málþingi á Tálknafirði á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga um samgöngumál á Vestfjörðum.

Á dagskrá er umfjöllum um ýmsar hliðar samgöngumála á Vestfjörðum og mun vegamálastjóri flytja þar erindi ásamt ráðherra og fulltrúum frá Fjórðungssambandinu. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins.

Innanríkisráðherra kynnti sér í gær framkvæmdir sem nú standa yfir við Vestfjarðaveg nr. 60 í milli Þverár í Kjálkafirði og Eiðis í Vattarfirði.

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri greindi henni frá framkvæmdunum og hvað væri framundan í frekari verkefnum á Vestfjörðum samkvæmt samgönguáætlun.

Vegarkaflann í Kjálkafirði og Kerlingarfirði endurbyggir Suðurverk og er það nærri 16 km langur kafli vegarins. Bæði Kjálkafjörður og Mjóifjörður eru þveraðir með görðum og brúm sem styttir leiðina nokkuð. Er þetta umfangsmesta verkefni Vegagerðarinnar þessi misserin fyrir utan jarðgöng, segir á vef innanríkisráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert