„Mistök af okkar hálfu,“ segir formaður KSÍ

Jói vallarvörður tekur mynd af landsliði kvenna í fótbolta.
Jói vallarvörður tekur mynd af landsliði kvenna í fótbolta. mbl.is/Eva Björk

„Þetta voru mistök hjá okkar fólki í skipulagningu,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, um boð KSÍ til ljósmyndara að taka myndir á liðsmyndatöku kvennalandsliðsins í dag.

„Við biðjumst afsökunar á því. Liðsmyndataka er myndataka sem við höfum bara fyrir okkur fyrir leikskrá mótsins. Þessar myndir fara svo út til UEFA. Það voru mistök hjá okkur að blanda þessu saman við myndatöku fyrir fjölmiðla.“

Hann segir að ekki sé við vallarstjórann að sakast. „Jói vallarstjóri á engan þátt í þessu máli, það var kynningarstjórinn sem sá um skipulagningu á þessu. Jói hefur oft verið hafður fyrir sök en hann átti engan þátt í þessu máli. Hann tók að vísu myndina, enda vanur að taka myndir í sínum störfum og á góð samskipti við ljósmyndara víða,“ segir Geir. „Þetta eru innanhússmistök hjá okkur og rétt að biðjast afsökunar á þeim.“

Frétt mbl.is: Fengu ekki að mynda af grasinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert