Tilmæli umhverfisráðherra gegn flutningi hvalkjöts

mbl.is/ÞÖK

Peter Altmeier, umhverfisráðherra Þýskalands, hefur sent yfirvöldum hafna við Norðursjó bréf þar sem hann mælist til þess að þau leyfi „sjálfviljug“ ekki flutning hvalkjöts.

„Þýskar hafnir ættu ekki að vera ákjósanlegur kostur til umskipunar hvalkjöts,“ sagði í bréfinu, sem Altmeier sendi á þriðjudag og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag..

Haft var eftir Iris Menn, sérfræðingi samtakanna í málefnum hafsins, á vefsíðu blaðsins Die Welt að bréf ráðherrans væri fyrsta skrefið, en hygðist hann axla ábyrgðina til fulls þyrfti hann að beita sér fyrir því að flutningur hvalkjöts um þýskar hafnir yrði bannaður með lögum. Benti hún á að hafnaryfirvöld í Rotterdam hefðu gengist undir svipuð tilmæli, en samt leyft flutning hvalkjötsins til Hamborgar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert