Tíu tarfar felldir í byrjun veiðitímans

Tarfur Daníels tilbúinn fyrir flutning niður fjallið.
Tarfur Daníels tilbúinn fyrir flutning niður fjallið. Ljósmynd/Jón Magnús Eyþórss

Hreindýraveiðitímabilið hófst í gær, 15. júlí, með tarfaveiðum. Tveir tarfar voru felldir á svæði 7 strax upp úr miðnætti.

Um hádegið var búið að fella tvo tarfa á svæði 4, tvo á svæði 5, einn á svæði 6 og fimm á svæði 7, að sögn Jóhanns G. Gunnarssonar, starfsmanns hjá Umhverfisstofnun á Egilsstöðum. Hann sagði að dýrin hefðu verið væn og fallþungi tarfanna allt upp í 103 kg.

Veiðimaðurinn Daníel Sigurðsson beið þar til miðnætti rann upp og felldi sinn fyrsta tarf á fyrstu mínútu veiðitímans á Krossdal á Berufjarðarströnd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert