Biðja um að yfirheyra von Bismarck

Ein af myndum Bismarcks á listasýningu í Berlín sem virðist …
Ein af myndum Bismarcks á listasýningu í Berlín sem virðist sína náttúruspjöll í Mývatnssveit. mbl.is

Ekki er enn búið að yfirheyra þýska listamanninn Julius von Bismarck sem grunur leikur á að hafi staðið fyrir náttúruspjöllum í Mývatnssveit fyrr á þessu ári.

Myndir af orðum sem máluð voru á staði hér á landi voru birtar á listasýningu í Berlín í hans nafni í júní.

„Í sjálfu sér er ekki mikið búið að gerast. Málið er í þeim farvegi að þýskum yfirvöldum verður send beiðni í gegnum alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Hún er að fara yfir málið núna. Það verður farið fram á yfirheyrslur yfir tveimur aðilum úti í Þýskalandi,“ segir Sigurður Brynjólfsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Húsavík, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert