Vill umræðu um rekstur RÚV

Brynjar Níelsson, alþingismaður.
Brynjar Níelsson, alþingismaður. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þessa umræðu verður að taka þegar ríkisjóður er rekinn með tugmilljarða halla. Og ekki bara um RÚV heldur margar aðrar stofnanir ríkisins,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann veltir því fyrir sér hvort réttlætanlegt sé að halda úti sérstökum ríkisfjölmiðli.

„Skattgreiðendur borga um það bil 4 milljarða á ári til reksturs RÚV. Það eru miklir peningar fyrir fámenna þjóð til þess eins að reka ljósvakamiðil. Hvað réttlætir slík útgjöld?“ spyr Brynjar og bætir því við hvort sömu forsendur séu til staðar eins og áður fyrir því að ríkið reki fjölmiðil. 

„Er þar eitthvað efni sem ekki er fáanlegt annars staðar á upplýsinga og tækniöld? Hefur RÚV eitthvert öryggishlutverk og ef svo er þarf að greiða fyrir það 4 milljarða? Eða er þetta bara lúxussplæs sem byggist á tilfinningalegum ástæðum eða jafnvel pólitískum?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert