Hlýjast á hálendinu

Vel viðraði á hálendinu í dag.
Vel viðraði á hálendinu í dag. Mynd úr safni

Veðurguðirnir leika misvel við landshlutana þessa dagana og er hlýjast á Norður- og Austurlandi. Óvenjulegt þykir þó að í dag var hlýjast á hálendinu; í Sandbúðum voru 21,8 stig og Upptyppingum 20,6 stig.

„Það er hlýjast á Norðausturlandinu en hafgolan og kaldur sjór koma inn og kæla þetta. Hins vegar nær hafgolan ekkert upp á hálendið þannig að það virðist vera hlýjast þarna í Upptyppingum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

„Það er tiltölulega hlýtt loft yfir landinu núna en hafgolan kælir það niður svo hitinn nær sér frekar upp inn til landsins. Maður sér ekki mjög háar tölur úti við ströndina, það eru 8-9 stig á Austfjörðunum því þar er stutt í kaldan sjó og jafnvel þokuloft.“

Á láglendi var hlýjast á Húsafelli, Brú á Jökuldal og Básum á Goðalandi.

Sjá nánari upplýsingar um veðrið á veðurvef mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert